Spurningaþraut 23: Guðfaðirinn, Svarta ekkjan og Krummi

Spurningaþraut 23: Guðfaðirinn, Svarta ekkjan og Krummi

23. spurningaþrautin er svona:

Aukaspurningarnar eru tvær.

Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

Og hver er kona sú sem er á myndinni að neðan?

1.   Eiður Smári Guðjohnsen var í sex ár í framlínu enska fótboltaliðsins Chelsea og gekk mjög sómasamlega. Fyrstu fjögur árin var í framlínunni með honum hnarreistur Hollendingur og þóttu þeir ná sérlega vel saman. Hvað heitir sá hollenski?

2.   Hvað heitir það dýr á íslensku sem kallast Cheetah á engelsku?

3.   Davíð Oddsson er sem kunnugt er annar ritstjóra Morgunblaðsins. Hvað heitir hinn ritstjórinn?

4.   Hvað heitir söngvarinn í þýsku gleðisveitinni Rammstein?

5.   Bíómyndir Francis Ford Coppola um Guðföðurinn eru víðkunnar. En hvað hét rithöfundurinn sem skrifaði sögurnar sem fyrsta myndin var byggð á?

6.   Í árdaga íslenska sjónvarpsins var barnatíminn í umsjón leikbrúðu af Krumma og ungrar stúlku, og þótti börnum spjall þeirra hið ánægjulegasta. Hvert var (og er) nafn stúlkunnar? Hér dugar fornafn.

7.   Hvert var tilkall bandarísku stjórnmálakonunnar Geraldine Ferraro til frægðar?

8.   Skemmtigarðar kenndir við Disney eru sex talsins. Tveir eru í Bandaríkjunum, einn í Evrópu en þrír í Asíu. Í hvaða tveimur löndum eru þeir?

9.   Stúlka ein bar nafnið Sophie Friederike Auguste von Anhalt-Zerbst-Dornburg og var prinsessa í þýsku smáríki fyrir tæpum þrem öldum síðan. Ekki virtist Sophie líkleg til mikilla frægðarverka á ungum aldri, en þó gerðist það að hún fór úr sínu þýska smáríki og haslaði sér völl í öðru landi og ansi miklu stærra. Þar varð Sophie mikil valdapersóna en að vísu undir öðru nafni, því þegar hún hófst til áhrifa í hinu stærra landi varð hún að skipta um nafn. Undir hvaða nafni varð hún fræg?

10.   Hver leikur Svörtu ekkjuna í bíómyndum um ofurhetjurnar Avengers?

Hér eru svörin:

1.    Jimmy Floyd Hasselbaink.

2.   Blettatígur.

3.   Haraldur Johannessen.

4.   Till Lindemann.

5.   Mario Puzo.

6.   Rannveig.

7.   Fyrst kvenna í framboði til varaforseta Bandaríkjanna, það var árið 1984.

8.   Þeir eru tveir í Kína og einn í Japan. Annar kínversku garðanna er í Hong Kong sem nýtur nokkurrar sjálfstjórnar í Kínaveldi en telst þó hluti af kínversku landi.

9.   Katrín - Katrín mikla keisaraynja í Rússlandi.

10.  Scarlett Johansson.

Efri myndin er tekin í uppreisn Ungverja gegn Sovétríkjunum 1956.

Neðri myndin er af Völu Flosadóttur íþróttahetju.

Og hér er þrautin frá í gær.

Hér er hins vegar sú næsta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár