„Þetta er bara eins og á Laugaveginum,“ segir maðurinn sem við mætum í fjallinu miðju. Það er einn af þessum dýrmætu, sólríku vordögum um helgi, dagur sem allir Íslendingar vita að þeim ber skylda til að nýta. Til að drífa sig út í fjallgöngu eða hjólatúr, kýla á garðverkin, hræra í kokteil og finna skjólsæla blettinn á svölunum, bera veturhvíttað hold, grilla, setja af þessu öllu filteraðar myndir á samfélagsmiðla.
Já, svolítið eins og á Laugaveginum, eða eins og var á Laugaveginum í gamla daga. Sko, áður en aðal verslunargata Reykvíkinga fylltist af úlpuklæddum útlendingum og landarnir hættu að ráfa þar upp og niður, nema kannski helst þeir allra einstrengingslegustu. Nú, eða eins og hefur verið á Laugaveginum nýlega. Því ferðamennirnir eru jú víðs fjarri þessa stundina.
Á menntaskólaárunum þræddi ég Laugaveginn með vinkonunum um sumarnætur. Þá hétu barirnir ennþá Sirkus, Tuttugu og tveir og Vegamót og Kaffibarinn var enn …
Athugasemdir