Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

3000 fræðimenn kalla eftir breyttu samfélagi í kjölfar faraldursins

Stund­in, Le Monde, Bost­on Globe, The Guar­di­an, Die Zeit og fleiri blöð birta sam­an yf­ir­lýs­ingu fræðimanna um all­an heim sem kalla eft­ir vinnu­stað­a­lýð­ræði og að öll­um verði gef­inn rétt­ur til at­vinnu í ljósi for­dæma­lausra áskor­ana á sviði heil­brigð­is, heil­brigð­is, lofts­lags- og stjórn­mála.

3000 fræðimenn kalla eftir breyttu samfélagi í kjölfar faraldursins
Heilbrigðisstarfsfólk Höfundar yfirlýsingarinnar segja að hlusta þurfi á raddir starfsfólks þegar komi að ákvarðanatöku innan vinnustaða. Mynd: Landspítali / Þorkell Þorkelsson

Yfir 3000 fræðimenn frá 600 háskólum á heimsvísu skrifa undir yfirlýsingu þar sem þeir sameinast um að benda á leið út úr Covid-19 efnahagskreppunni.

Stundin birtir yfirlýsinguna ásamt 25 öðrum blöðum í 23 löndum. Fræðimennirnir kalla eftir því að dreginn verði lærdómur af faraldrinum og reglur hagkerfa endurskrifaðar með það fyrir augum að skapa lýðræðislegri og sjálfbærari samfélög. Lagt er til að fyrirtæki verði lýðræðisvædd, vinna verði „afmarkaðsvædd“ og að umhverfisleg endurreisn fari af stað, nú þegar mannkynið stendur frammi fyrir fordæmalausum áskorunum hvað varðar heilbrigði, loftslag og stjórnmál.

Fræðimennirnir þrír sem lögðu drög að yfirlýsingunni, Isabelle Ferreras, Julie Battilana og Dominique Méda, allar konur, segja stuðninginn frá fræðasamfélaginu vera einstakan. „Um hana hafa sameinast yfir 3000 fræðimenn frá 600 háskólum á heimsvísu, sem starfa víða á fræðasviðinu frá hagfræði, stjórnmálafræði, heimspeki og félagsfræði til stærðfræði, loftslagsfræða og eðlisfræði,“ segja forsprakkarnir. „Þessir fræðimenn telja að núverandi samfélagsmynd sé ekki sjálfbær og rannsóknir þeirra sýna af hverju. Þeir vilja hjálpast að við að benda á lausnir sem geta lagt grunn að lýðræðislegra og sjálfbærara hagkerfi og samfélagi.“

„Það er óréttlátt, ósjálfbært og einnig hættulegt fyrir samfélagið að skilja stefnumótun fyrirtækja alfarið eftir í höndum hluthafa“

Fræðimennirnir segja að faraldurinn hafi varpað ljósi á stöðu vinnandi fólks og að heilbrigði og aðhlynning þeirra verst stöddu geti ekki ráðist af markaðsöflum einum saman. Í því samhengi vilja þeir benda á að vinna fólks sé virði meira en launa og að starfsfólk sé í raun fjárfestar í vinnustöðum sínum í krafti vinnuframlags síns. Þrátt fyrir það hafi launþegar engan rétt til að stýra fyrirtækjum sínum. „Það er óréttlátt, ósjálfbært og einnig hættulegt fyrir samfélagið að skilja stefnumótun fyrirtækja alfarið eftir í höndum hluthafa,“ segir í tilkynningu.

Þá hvetja fræðimennirnir til þess að litið verði á vinnuframlag fólks í stærra samhengi. „Samfélög ættu að tryggja góða og gagnlega vinnu fyrir alla sem hana vilja,“ segir í tilkynningunni. Loks kalla þeir eftir því að ríki skilyrði stuðning sinn við fyrirtæki við það að þau sætti sig við stórfelldar breytingar á viðskiptamódelum sínum. „Til viðbótar við það að mæta ströngum umhverfis- og samfélagskröfum þurfa fyrirtæki að skapa raunverulegt innra lýðræði. Aðeins með því að hlusta á raddir starfsmanna samhliða röddum hluthafa munu þarfir heildarinnar - sér í lagi umhverfis- og samfélagsþarfir - ná framgangi umfram hagsmuni hluthafa einna.“

„Samfélög ættu að tryggja góða og gagnlega vinnu fyrir alla sem hana vilja“

Allir 3000 stuðningsmenn yfirlýsingarinnar segjast sannfærðir um að samfélög þurfi að gera stórfellda stefnubreytingu og setja vinnandi fólk (hjúkrunarfræðinga, afgreiðslufólk, starfsfólk í sorphirðu, bændur, kennarar meðal annars) við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. „Sem fræði- og vísindamenn lítum við á okkur sem bandamenn þeirra sem vilja breytingar - verkalýðsfélaga og fyrirtækja, kjörinna fulltrúa, íbúasamtaka og borgara - sem vilja sjá heiminn þróast í þessa átt,“ segja forsprakkarnir þrír.

Fjölmiðlarnir sem birta yfirlýsinguna ásamt Stundinni eru Média24 í Marokkó, Ambito í Argentínu, La Folha de São Paulo í Brasilíu, El Comercio í Perú, La Diaria í Úrúgvæ, Boston Globe í Bandaríkjunum, Made In China Press í Kína, South China Morning Press í Hong Kong, The Wire á Indlandi, De Morgen og Le Soir í Belgíu, A2larm í Tékklandi, Politiken í Danmörku, Delfi í Eistlandi, Le Monde í Frakklandi, Die Zeit í Þýskalandi, Il Manifesto á Ítalíu, Klassekampen í Noregi, Gazeta Wyborcza og Krytyka Polityczna í Póllandi, Diário de Notícias í Portúgal, Publico og El Diario á Spáni, Le Temps í Sviss, Cumhuriyet í Tyrklandi og The Guardian í Ástralíu.

Fjöldi þekktra fræðimanna skrifa undir yfirlýsinguna. Tólf íslenskir fræðimenn standa að henni, þau Eyja Brynjarsdóttir, Jón Ólafsson, Íris Ellenberger, Finnur Dellsén, Annadís Rúdólfsdóttir, Nanna Hlín Halldórsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir, Arngrímur Vídalín, Ólafur Páll Jónsson, Björn Þorsteinsson, Sigrún Alba Sigurðardóttir, Guðmundur Oddsson, Elmar Unnsteinsson og Silja Bára Ómarsdóttir. Fleiri undirskriftum verður safnað á heimasíðu verkefnisins.

Yfirlýsinguna má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár