Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

3000 fræðimenn kalla eftir breyttu samfélagi í kjölfar faraldursins

Stund­in, Le Monde, Bost­on Globe, The Guar­di­an, Die Zeit og fleiri blöð birta sam­an yf­ir­lýs­ingu fræðimanna um all­an heim sem kalla eft­ir vinnu­stað­a­lýð­ræði og að öll­um verði gef­inn rétt­ur til at­vinnu í ljósi for­dæma­lausra áskor­ana á sviði heil­brigð­is, heil­brigð­is, lofts­lags- og stjórn­mála.

3000 fræðimenn kalla eftir breyttu samfélagi í kjölfar faraldursins
Heilbrigðisstarfsfólk Höfundar yfirlýsingarinnar segja að hlusta þurfi á raddir starfsfólks þegar komi að ákvarðanatöku innan vinnustaða. Mynd: Landspítali / Þorkell Þorkelsson

Yfir 3000 fræðimenn frá 600 háskólum á heimsvísu skrifa undir yfirlýsingu þar sem þeir sameinast um að benda á leið út úr Covid-19 efnahagskreppunni.

Stundin birtir yfirlýsinguna ásamt 25 öðrum blöðum í 23 löndum. Fræðimennirnir kalla eftir því að dreginn verði lærdómur af faraldrinum og reglur hagkerfa endurskrifaðar með það fyrir augum að skapa lýðræðislegri og sjálfbærari samfélög. Lagt er til að fyrirtæki verði lýðræðisvædd, vinna verði „afmarkaðsvædd“ og að umhverfisleg endurreisn fari af stað, nú þegar mannkynið stendur frammi fyrir fordæmalausum áskorunum hvað varðar heilbrigði, loftslag og stjórnmál.

Fræðimennirnir þrír sem lögðu drög að yfirlýsingunni, Isabelle Ferreras, Julie Battilana og Dominique Méda, allar konur, segja stuðninginn frá fræðasamfélaginu vera einstakan. „Um hana hafa sameinast yfir 3000 fræðimenn frá 600 háskólum á heimsvísu, sem starfa víða á fræðasviðinu frá hagfræði, stjórnmálafræði, heimspeki og félagsfræði til stærðfræði, loftslagsfræða og eðlisfræði,“ segja forsprakkarnir. „Þessir fræðimenn telja að núverandi samfélagsmynd sé ekki sjálfbær og rannsóknir þeirra sýna af hverju. Þeir vilja hjálpast að við að benda á lausnir sem geta lagt grunn að lýðræðislegra og sjálfbærara hagkerfi og samfélagi.“

„Það er óréttlátt, ósjálfbært og einnig hættulegt fyrir samfélagið að skilja stefnumótun fyrirtækja alfarið eftir í höndum hluthafa“

Fræðimennirnir segja að faraldurinn hafi varpað ljósi á stöðu vinnandi fólks og að heilbrigði og aðhlynning þeirra verst stöddu geti ekki ráðist af markaðsöflum einum saman. Í því samhengi vilja þeir benda á að vinna fólks sé virði meira en launa og að starfsfólk sé í raun fjárfestar í vinnustöðum sínum í krafti vinnuframlags síns. Þrátt fyrir það hafi launþegar engan rétt til að stýra fyrirtækjum sínum. „Það er óréttlátt, ósjálfbært og einnig hættulegt fyrir samfélagið að skilja stefnumótun fyrirtækja alfarið eftir í höndum hluthafa,“ segir í tilkynningu.

Þá hvetja fræðimennirnir til þess að litið verði á vinnuframlag fólks í stærra samhengi. „Samfélög ættu að tryggja góða og gagnlega vinnu fyrir alla sem hana vilja,“ segir í tilkynningunni. Loks kalla þeir eftir því að ríki skilyrði stuðning sinn við fyrirtæki við það að þau sætti sig við stórfelldar breytingar á viðskiptamódelum sínum. „Til viðbótar við það að mæta ströngum umhverfis- og samfélagskröfum þurfa fyrirtæki að skapa raunverulegt innra lýðræði. Aðeins með því að hlusta á raddir starfsmanna samhliða röddum hluthafa munu þarfir heildarinnar - sér í lagi umhverfis- og samfélagsþarfir - ná framgangi umfram hagsmuni hluthafa einna.“

„Samfélög ættu að tryggja góða og gagnlega vinnu fyrir alla sem hana vilja“

Allir 3000 stuðningsmenn yfirlýsingarinnar segjast sannfærðir um að samfélög þurfi að gera stórfellda stefnubreytingu og setja vinnandi fólk (hjúkrunarfræðinga, afgreiðslufólk, starfsfólk í sorphirðu, bændur, kennarar meðal annars) við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar. „Sem fræði- og vísindamenn lítum við á okkur sem bandamenn þeirra sem vilja breytingar - verkalýðsfélaga og fyrirtækja, kjörinna fulltrúa, íbúasamtaka og borgara - sem vilja sjá heiminn þróast í þessa átt,“ segja forsprakkarnir þrír.

Fjölmiðlarnir sem birta yfirlýsinguna ásamt Stundinni eru Média24 í Marokkó, Ambito í Argentínu, La Folha de São Paulo í Brasilíu, El Comercio í Perú, La Diaria í Úrúgvæ, Boston Globe í Bandaríkjunum, Made In China Press í Kína, South China Morning Press í Hong Kong, The Wire á Indlandi, De Morgen og Le Soir í Belgíu, A2larm í Tékklandi, Politiken í Danmörku, Delfi í Eistlandi, Le Monde í Frakklandi, Die Zeit í Þýskalandi, Il Manifesto á Ítalíu, Klassekampen í Noregi, Gazeta Wyborcza og Krytyka Polityczna í Póllandi, Diário de Notícias í Portúgal, Publico og El Diario á Spáni, Le Temps í Sviss, Cumhuriyet í Tyrklandi og The Guardian í Ástralíu.

Fjöldi þekktra fræðimanna skrifa undir yfirlýsinguna. Tólf íslenskir fræðimenn standa að henni, þau Eyja Brynjarsdóttir, Jón Ólafsson, Íris Ellenberger, Finnur Dellsén, Annadís Rúdólfsdóttir, Nanna Hlín Halldórsdóttir, Gyða Margrét Pétursdóttir, Arngrímur Vídalín, Ólafur Páll Jónsson, Björn Þorsteinsson, Sigrún Alba Sigurðardóttir, Guðmundur Oddsson, Elmar Unnsteinsson og Silja Bára Ómarsdóttir. Fleiri undirskriftum verður safnað á heimasíðu verkefnisins.

Yfirlýsinguna má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár