Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spurningaþraut 18: Langafi barinn, síðan hengdur, en hvar?

Spurningaþraut 18: Langafi barinn, síðan hengdur, en hvar?

Átjánda  spurningaþrautin er þannig að varpað er fram tíu spurningum og svörin eru hér fyrir neðan mynd af litríkum leikföngum.

Aukaspurningar tvær:

Eftir hvern er verkið hér að ofan?

Og leikföngin á myndinni að neðan, úr hvaða dótalínu koma þau? Ég á þá við hið enska nafn.

Hér eru svo aðalspurningarnar tíu:

1.  Langafi Borisar Johnsons forsætisráðherra Bretlands fékkst einnig við stjórnmál. Árið 1922 var honum rænt af pólitískum andstæðingum og hann var síðan barinn til óbóta og loks hengdur. Hverrar þjóðar var þessi ógæfusami langafi?

2.   Hver leikstýrði kvikmyndinni Avatar?

3.  Hvað heitir höfuðborg Norður-Kóreu?

4.   Covid-19 heitir sjúkdómurinn sem nú hefur heiminn í greipum sér. Eins og allir vita vísar talan 19 til ártalsins 2019, en hvað þýðir „Covid“?

5.  Serena Williams er bandarískur tennisleikari sem hefur í mörg ár keppt að því að ná meti hinnar áströlsku Margaret Court yfir sigra á stórmótum. Williams er nú aðeins einum sigri frá metinu, en ætli hlé vegna Covid-19 faraldursins komi ekki endanlega í veg fyrir að hún nái því? En hversu marga slíka sigra vann Margaret Court?

6.   Árið 1890 var drepinn í Bandaríkjunum 59 ára gamall karlmaður, sem hafði marga hildi háð. Óhætt er að segja að með honum hafi lokið ákveðnu tímabili í sögu þjóðar hans. Maðurinn hét Thatanka Yotake, en er reyndar kunnari undir gjörólíku nafni, sem er þá hvað?

7.   Í eina tíð bjuggu ljón víða um Evrópu og Asíu, auk núverandi heimkynna sinna. Nú lifa þau villt aðeins í einu landi utan Afríku og það er …?

8.   Sjónvarpsþættirnir „Tiger King“ hafa farið sigurför um heiminn síðustu vikur. Hvað kallast sá litríki dýragarðshaldari sem þættirnir snúast um?

9.   Ef maður keyrir frá Höfn í Hornafirði austur og norður, hvað heitir fyrsti þéttbýlisstaðurinn sem maður kemur að?

10.  Eitt laganna, sem Ísland hefur sent í Eurovision, bar franskt nafn: „Je ne sais quoi“ sem þýðir nokkurn veginn „Ég veit ekki hvað“. Hver söng þetta fyrir okkur í lokakeppninni, sem þá var í Osló?

Þá eru hér svörin:

1.   Hann var tyrkneskur.

2.   James Cameron

3.   Pjongjang.

4.   Þetta er skammstöfun: COrona-VIrus-Disease, eða „kórónaveirusveiki“.

5.   24.

6.   Sitting Bull af þjóð Lakota. Indíánahöfðingi sem sé.

7.  Indlandi.

8.   Joe Exotic.

9.   Djúpivogur.

10.  Hera, eða Hera Björk.

Og svörin við aukaspurningum:

Marcel Duchamp (1887-1968)  málaði þessa útgáfu af Mónu Lísu.

Hestarnir tilheyra dótalínunni „My Little Pony“.

Og hér er svo þrautin frá í gær.

Og hér er 19. þrautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár