Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lyfjustarfsfólk ber smitvarnarhjálma í vinnunni

„Þeir eru not­að­ir til að draga úr smiti, sér­stak­lega dropa­smiti sem get­ur kom­ið frá fólki þeg­ar það hóst­ar. Þannig að þetta er vörn fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Al­freð Óm­ar Ísaks­son, lyfsali í Lyfju í Hafn­ar­stræti. Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur starfs­fólk versl­un­ar­inn­ar, eins og starfs­fólk annarra Lyfju­versl­ana, bor­ið hjálma við störf sín til að hindra smit kór­óna­veirunn­ar.

Starfsfólk verslana Lyfju hefur undanfarnar vikur sinnt störfum sínum með hjálma á höfði, en þeim er ætlað að hindra smit kórónaveirunnar. Alfreð Ómar Ísaksson lyfsali í Lyfju í Hafnarstræti segir að hjálmarnir hafi vanist nokkuð vel og þeir séu til lítilla trafala í starfi.

„Þeir eru notaðir til að draga úr smiti, sérstaklega dropasmiti sem getur komið frá fólki þegar það hóstar. Þannig að þetta er vörn fyrir okkur,“ segir Alfreð.

Hann segir að almennt hafi verið jákvætt viðhorf starfsfólks gagnvart þessum höfuðbúnaði. „Þetta hindar reyndar svolítið samskiptin. Fólk heyrir síður í okkur, einkum eldra fók. En þá verðum við bara að brýna raustina vel til að koma skilaboðum til skila.“

Vel varinAlfreð Ómar Ísaksson lyfsali, Thelma Björk Kristinsdóttir lyfjatæknir og Helga Gunnarsdóttir umsjónarmaður verslunar. Öll starfa þau í Lyfju í Hafnarstræti þar sem starfsfólk hefur borið hjálma undanfarnar vikur.

Hann segir að viðskiptavinir hafi ekki látið sér bregða í brún við að sjá þennan höfuðbúnað og segist ekki þekkja til þess að hjálmar sem þessir séu notaðir við aðra starfsemi eða í öðrum verslunum en Lyfju. Vel megi hugsa sér að rakarar, hárgreiðslufólk og aðrir, sem starfa í mikilli nálægð við viðskiptavini sína, noti hjálma sem þessa þegar slík starfsemi verður opnuð eftir helgi.

„Þetta hindar reyndar svolítið samskiptin. Fólk heyrir síður í okkur, einkum eldra fók. En þá verðum við bara að brýna raustina vel“

Alfreð segir óvíst hvort  búast megi við hjálmum á höfðum starfsfólks Lyfju eftir að samkomubannið verður rýmkað 4. maí. „Það verður bara metið á hverjum tíma fyrir sig. Tímarnir eru svo breytilegir núna frá degi til dags. En ég reikna með að við notum þetta eitthvað áfram.“

Venst þetta vel? „Já, það gerir það.“

Hömstruðu hitamæla

COVID-19 faraldurinn hefur sett talsverðan svip á vöruúrval og vinsældir einstakra vörutegunda í apótekum. Í Lyfju í Hafnarstræti hafa hitamælar og handspritt rokið úr hillunum undanfarnar vikur, eins og víða annars staðar, og náði salan hápunkti í lok mars og byrjun apríl. Heldur er farið að hægja á sölu þessa varnings nú, þegar hillir undir afléttingu ýmissa takmarkana.

 „Fólk keypti handspritt í lítravís, það fóru margir að hamstra þegar fór að spyrjast út að það væri lítið til á markaðnum og það seldist upp hjá okkur um tíma,“ segir Alfreð.  „Þá þurftum við að skammta fólki spritt og hver og einn mátti bara kaupa eina flösku. Það hefur reyndar hægt á sölunni undanfarið.“

LyfsaliAlfreð Ómar Ísaksson lyfsali í Lyfju Hafnarstræti segir að starfsfólk hafi verið jákvætt gagnvart því að bera hjálmana. „Þetta hindar svolítið samskiptin. Fólk heyrir síður í okkur, einkum eldra fók. En þá verðum við bara að brýna raustina vel,“ segir Alfreð

Hann segir að líklega hafi verið slegið met í sölu hitamæla. „Þeir seldust upp hjá okkur eftir að fólki var ráðlagt að fylgjast með líkamshitanum. Reyndar held ég að fyrir um tveimur til þremur vikum hafi þeir verið nánast ófáanlegir í landinu, en núna eru þeir komnir aftur,“ segir Alfreð.

Þótti kaup ferðamanna á spritti og grímum sérstök

„Í janúar og febrúar kom hingað mikið af kínverskum ferðamönnum sem keyptu mikið af handspritti, hitamælum og andlitsgrímum. Og ferðamenn frá fleiri löndum, sérstaklega Bretar, keyptu líka miklar birgðir,“ segir Thelma Björk Kristinsdóttir lyfjatæknir í Lyfju Hafnarstræti. 

„Enda var þetta nánast ófáanlegt í mörgum löndum um tíma,“ bætir Alfreð við. „Okkur fannst þetta sérstakt, við áttuðum okkur auðvitað ekki á því þá hver staðan yrði hjá okkur bara örfáum vikum síðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár