Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dætur Dofra segja frá: „Þetta er ljót saga og sorgleg“

Dótt­ir og fyrr­um fóst­ur­dótt­ir Dof­ra Her­manns­son­ar, for­manns Fé­lags um for­eldra­jafn­frétti og með­lims í Jafn­rétt­is­ráði, út­skýra hvers vegna þær slitu tengsl­um við hann og segja hann hafa beitt þær of­beldi og yf­ir­gangi.

Dætur Dofra segja frá: „Þetta er ljót saga og sorgleg“

„Hér skrifum við, 21 árs dóttir Dofra og 28 ára fyrrum fósturdóttir, til að útskýra hvers vegna við á endanum ákváðum að slíta öllum samskiptum við hann. Þetta er ljót saga og sorgleg,“ segja tvær konur í yfirlýsingu í dag, sem er svar við opinberri umræðu Dofra Hermannssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, um svokallaða foreldraútilokun.

Greinin Leyfi til að elska eftir Dofra Hermannsson, formanns Félags um foreldrajafnrétti, birtist á Vísi um helgina. Þar fjallaði Dofri um það hvernig foreldrar geta innrætt barni „svo mikla skömm, ótta og hatur í garð foreldris að það hafnar samband við það“ en slíkt væri árás á tilfinningalíf barnsins sem myndi líða fyrir það alla ævi ef ekki væri gripið í taumana. Dorfi hefur um árabil barist gegn því sem hann telur markvisst ranglæti gagnvart feðrum og vísað til eigin tilfellis.

„Ofbeldi þrífst best í þögn og skömm,“ skrifar Dofri. „Við veigrum okkur við því að gera óþægilega hluti og því getur verið þægilegra að líta í hina áttina, að spyrja einskis og þegja frekar en að segja hug sinn.“

Konurnar tvær, sem tilfelli hans varðar, hafa aðra sögu að segja en hann.

„Það er ekki hægt að láta það átölulaust að Dofri ljúgi upp á okkur sínum hugarórum og fráleitum söguskýringum,“ skrifa þær. „Dofri hefur einfaldlega komið illa fram við okkur og beitt okkur ofbeldi, getur ekki horfst í augu við eigin framkomu og varpar henni á okkur. Dofri hefur lagt mikið á sig til að teikna upp sviðsmynd, sem byggir á vafasömum kenningum um foreldraútilokun, sem feðrahreyfingar víða um heim nota til að berjast fyrir málstað sínum gegn konum og börnum og gengur jafnvel svo langt að klæða það í búning jafnréttisbaráttu.“

Áður hefur Dofri fjallað um kenningar um foreldraútilokun og eigin baráttu fyrir umgengni við börnin, sem útskýra nú hvers vegna þau hafna samskiptum við hann.

„Kenning hans og söguskýring gengur út á það að í fyrsta lagi að við segjum ósátt, í öðru lagi að okkur sé ekki sjálfrátt um að taka ákvörðun um að líta samskiptum við hann og í þriðja lagi að hann sé alltaf að bjarga okkur og berjast fyrir umgengni. Við ákváðum að slíta tengslum við hann vegna þess ofbeldis og yfirgangs sem hann beitti okkur. Þarna er á ferðinni gerandi ofbeldis sem felur sig í gervi þolanda.“ 

Yfirlýsing þeirra birtist á Facebook-síðu samtakanna Líf án ofbeldis, og má lesa í heild sinni hér að neðan. 

Dofri Hermannsson er fyrrverandi varaborgarfulltrúi úr Samfylkingunni í Reykjavík. 

Hann er núna meðlimur í Jafnréttisráði, tilnefndur af Félagi um foreldrajafnrétti og skipaður af Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra. Hlutverk Jafnréttisráðs er að vera ráðherra og framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu til ráðgjafar við faglega stefnumótum er varðar jafnrétti kynjanna.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár