Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samfylkingin vill flytja Alþingi í Hörpu

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur ósk­að eft­ir því við for­sæt­is­nefnd Al­þing­is að grip­ið verði til að­gerða svo þing­ið geti starf­að. „Óvenju­leg­ar að­stæð­ur kalla á óhefð­bundn­ar lausn­ir.“

Samfylkingin vill flytja Alþingi í Hörpu
Logi Einarsson Samfylkingin telur hættu á mistökum við þingstörf í núverandi aðstæðum. Mynd: Pressphotos

Þingflokkur Samfylkingarinnar telur að brýn mál fái ekki afgreiðslu og að hætta á mistökum við lagasetningu hafi aukist vegna Covid-19 faraldursins. Þingflokkurinn sendi forsætisnefnd Alþingis erindi í gær þar sem óskað var eftir því að þingstörf verið flutt í hentugri sal, til dæmis tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.

Í erindinu segir að þrátt fyrir góðan vilja og vinnu viðbragðsteymis og starfsfólks Alþingis telji þingflokkurinn að grípa þurfi til frekari aðgerða svo Alþingi geti starfað. „Þörf er á djörfum og skapandi lausnum og vilja til að afskrifa ekki hugmyndir of snemma,“ segir í erindinu. „Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir.“

Þingflokkurinn segir að ríkisstjórnin hafi haldið samráði við stjórnarandstöðu í algjöru lágmarki að undanförnu vegna aðstæðna. „Rétt er að muna að Alþingi þarf að veita heimildir fyrir öllum þeim útgjöldum sem mál ríkisstjórnarinnar munu hafa í för með sér. Mörg brýn mál bíða afgreiðslu þingsins, einnig mál sem ekki tengjast COVID-19 beint en varða hag landsins og framtíð þess. Með hentugra fyrirkomulagi má ætla að við getum unnið áfram hluta af þeim,“ segir í erindinu.

„Mörg brýn mál bíða afgreiðslu þingsins“

Samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar verður þinghald áfram takmarkað, þingfundir aðeins haldnir tvisvar í viku og mál tengd faraldrinum njóta forgangs. „Fjöldi mála er komast fyrir í takmarkaðri dagskrá þingsins er lítill og fyrirséð að brýn mál fá ekki afgreiðslu á þessu löggjafarþingi,“ segir í erindi þingflokksins. „Fyrir utan þann lýðræðishalla sem slíkar takmarkanir skapa, sérstaklega í ljósi afstöðu framkvæmdarvaldsins, telur þingflokkur Samfylkingarinnar að þær margfaldi hættu á mistökum við lagasetningu.

Af þessum sökum leggur Samfylkingin til að þingstörf verði færð í hentugri þingsal, t.d. Hörpu sem stendur nú auð, svo löggjafinn geti sinnt lýðræðislega hlutverki sínu. Tæknilegar útfærslur eru einfaldar, enda er t.d. Harpa vel búin öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynlegar eru til að gera útfærslu þingfunda sem skilvirkasta auk þess að hafa yfir að ráða tæknifólki sem getur hæglega sett upp þingfund með skömmum fyrirvara. Þá hafa samtöl leitt í ljós að einfalt sé að sé að setja upp öruggt atkvæðagreiðslukerfi.“

Þingflokkurinn óskar eftir rökstuðningi frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og viðbragðsteyminu, verði ekki orðið við tillögunni.

Erindi þingflokksins í heild sinni:

Erindi til forsætisnefndar vegna starfa þingsins á tímum COVID-19 heimsfaraldurs 

Þrátt fyrir góðan vilja og vinnu viðbragðsteymis og starfsfólks Alþingis telur þingflokkur Samfylkingarinnar nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að tryggja að löggjafarþingið geti starfað með sem eðlilegustum hætti á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn gengur yfir. Þörf er á djörfum og skapandi lausnum og vilja til að afskrifa ekki hugmyndir of snemma. Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir. 

Mikilvægt er að þingmenn geti farið vandlega yfir þá neyðarpakka og þingmál sem ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan leggja fram vegna COVID-19 – bæði til að lagfæra þau en ekki síður til að veita aðhald eins og þingræðisfyrirkomulag okkar gerir ráð fyrir. Rétt er að muna að Alþingi þarf að veita heimildir fyrir öllum þeim útgjöldum sem mál ríkisstjórnarinnar munu hafa í för með sér. Mörg brýn mál bíða afgreiðslu þingsins, einnig mál sem ekki tengjast COVID-19 beint en varða hag landsins og framtíð þess. Með hentugra fyrirkomulagi má ætla að við getum getum unnið áfram hluta af þeim. Miklu máli skiptir að samfella sé í störfum þingsins og viss fyrirsjáanleiki. 

Eðlilegra þinghald gæfi þingmönnum auk þess betri möguleika á að kalla eftir bakgrunnsupplýsingum, sviðsmyndagreiningum og frekari gögnum sem er nauðsynlegt fyrir löggjafann að búa yfir til að geta tekið upplýsta afstöðu og ákvarðanir um mál sem fjallað verður um í þingnefndum og greidd atkvæði um. 

Þetta er ekki síður mikilvægt í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda samráði og samskiptum við löggjafann í algjöru lágmarki en vísað til þess að samráð eigi sér stað í þinglegri meðferð mála. Eins og sást glöggt á skjótum viðbrögðum þingsins við hlutabótaúrræðinu, sem Velferðarnefndar fékk ófullburða í fangið án nokkurrar aðkomu á fyrri stigum, er stjórnarandstaðan reiðurbúin til að leggja sitt af mörkum. Hægt væri að hraða vinnu, auka traust á aðgerðum stjórnvalda sem og störfum þingsins ef þingmönnum yrði gert betur kleift að sinna stjórnarskrárbundinni skyldu sinnu auk þess sem þingið gæti starfað í fullri virkni við meðferð annarra mála.

Sú tilhögun sem viðbragðsteymið hefur ákveðið í samráði við forseta þingsins felur því miður í sér að þinghald verði áfram takmarkað – þó að vissulega hafi fundist fyrirkomulag á störfum þingfunda og atkvæðagreiðslum er augljóst að það bindur hendur þingmanna. Fjöldi mála er komast fyrir í takmarkaðri dagskrá þingsins er lítill og fyrirséð að brýn mál fá ekki afgreiðslu á þessu löggjafarþingi. Fyrir utan þann lýðræðishalla sem slíkar takmarkanir skapa, sérstaklega í ljósi afstöðu framkvæmdarvaldsins, telur þingflokkur Samfylkingarinnar að þær margfaldi hættu á mistökum við lagasetningu.

Af þessum sökum leggur Samfylkingin til að þingstörf verði færð í hentugri þingsal, t.d. Hörpu sem stendur nú auð, svo löggjafinn geti sinnt lýðræðislega hlutverki sínu. Tæknilegar útfærslur eru einfaldar, enda er t.d. Harpa vel búin öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynlegar eru til að gera útfærslu þingfunda sem skilvirkasta auk þess að hafa yfir að ráða tæknifólki sem getur hæglega sett upp þingfund með skömmum fyrirvara. Þá hafa samtöl leitt í ljós að einfalt sé að sé að setja upp öruggt atkvæðagreiðslukerfi. 

Ef forseti og viðbragðsteymi Alþingis telur slíkt ekki mögulegt óskum við eftir rökstuðningi þar um sem allra fyrst.

Við áskiljum okkur rétt til að kynna fjölmiðlum efni bréfsins.

Þingflokkur Samfylkingarinnar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu