Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samfylkingin vill flytja Alþingi í Hörpu

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur ósk­að eft­ir því við for­sæt­is­nefnd Al­þing­is að grip­ið verði til að­gerða svo þing­ið geti starf­að. „Óvenju­leg­ar að­stæð­ur kalla á óhefð­bundn­ar lausn­ir.“

Samfylkingin vill flytja Alþingi í Hörpu
Logi Einarsson Samfylkingin telur hættu á mistökum við þingstörf í núverandi aðstæðum. Mynd: Pressphotos

Þingflokkur Samfylkingarinnar telur að brýn mál fái ekki afgreiðslu og að hætta á mistökum við lagasetningu hafi aukist vegna Covid-19 faraldursins. Þingflokkurinn sendi forsætisnefnd Alþingis erindi í gær þar sem óskað var eftir því að þingstörf verið flutt í hentugri sal, til dæmis tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu.

Í erindinu segir að þrátt fyrir góðan vilja og vinnu viðbragðsteymis og starfsfólks Alþingis telji þingflokkurinn að grípa þurfi til frekari aðgerða svo Alþingi geti starfað. „Þörf er á djörfum og skapandi lausnum og vilja til að afskrifa ekki hugmyndir of snemma,“ segir í erindinu. „Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir.“

Þingflokkurinn segir að ríkisstjórnin hafi haldið samráði við stjórnarandstöðu í algjöru lágmarki að undanförnu vegna aðstæðna. „Rétt er að muna að Alþingi þarf að veita heimildir fyrir öllum þeim útgjöldum sem mál ríkisstjórnarinnar munu hafa í för með sér. Mörg brýn mál bíða afgreiðslu þingsins, einnig mál sem ekki tengjast COVID-19 beint en varða hag landsins og framtíð þess. Með hentugra fyrirkomulagi má ætla að við getum unnið áfram hluta af þeim,“ segir í erindinu.

„Mörg brýn mál bíða afgreiðslu þingsins“

Samkvæmt ákvörðun forsætisnefndar verður þinghald áfram takmarkað, þingfundir aðeins haldnir tvisvar í viku og mál tengd faraldrinum njóta forgangs. „Fjöldi mála er komast fyrir í takmarkaðri dagskrá þingsins er lítill og fyrirséð að brýn mál fá ekki afgreiðslu á þessu löggjafarþingi,“ segir í erindi þingflokksins. „Fyrir utan þann lýðræðishalla sem slíkar takmarkanir skapa, sérstaklega í ljósi afstöðu framkvæmdarvaldsins, telur þingflokkur Samfylkingarinnar að þær margfaldi hættu á mistökum við lagasetningu.

Af þessum sökum leggur Samfylkingin til að þingstörf verði færð í hentugri þingsal, t.d. Hörpu sem stendur nú auð, svo löggjafinn geti sinnt lýðræðislega hlutverki sínu. Tæknilegar útfærslur eru einfaldar, enda er t.d. Harpa vel búin öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynlegar eru til að gera útfærslu þingfunda sem skilvirkasta auk þess að hafa yfir að ráða tæknifólki sem getur hæglega sett upp þingfund með skömmum fyrirvara. Þá hafa samtöl leitt í ljós að einfalt sé að sé að setja upp öruggt atkvæðagreiðslukerfi.“

Þingflokkurinn óskar eftir rökstuðningi frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, og viðbragðsteyminu, verði ekki orðið við tillögunni.

Erindi þingflokksins í heild sinni:

Erindi til forsætisnefndar vegna starfa þingsins á tímum COVID-19 heimsfaraldurs 

Þrátt fyrir góðan vilja og vinnu viðbragðsteymis og starfsfólks Alþingis telur þingflokkur Samfylkingarinnar nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða til að tryggja að löggjafarþingið geti starfað með sem eðlilegustum hætti á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn gengur yfir. Þörf er á djörfum og skapandi lausnum og vilja til að afskrifa ekki hugmyndir of snemma. Óvenjulegar aðstæður kalla á óhefðbundnar lausnir. 

Mikilvægt er að þingmenn geti farið vandlega yfir þá neyðarpakka og þingmál sem ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan leggja fram vegna COVID-19 – bæði til að lagfæra þau en ekki síður til að veita aðhald eins og þingræðisfyrirkomulag okkar gerir ráð fyrir. Rétt er að muna að Alþingi þarf að veita heimildir fyrir öllum þeim útgjöldum sem mál ríkisstjórnarinnar munu hafa í för með sér. Mörg brýn mál bíða afgreiðslu þingsins, einnig mál sem ekki tengjast COVID-19 beint en varða hag landsins og framtíð þess. Með hentugra fyrirkomulagi má ætla að við getum getum unnið áfram hluta af þeim. Miklu máli skiptir að samfella sé í störfum þingsins og viss fyrirsjáanleiki. 

Eðlilegra þinghald gæfi þingmönnum auk þess betri möguleika á að kalla eftir bakgrunnsupplýsingum, sviðsmyndagreiningum og frekari gögnum sem er nauðsynlegt fyrir löggjafann að búa yfir til að geta tekið upplýsta afstöðu og ákvarðanir um mál sem fjallað verður um í þingnefndum og greidd atkvæði um. 

Þetta er ekki síður mikilvægt í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda samráði og samskiptum við löggjafann í algjöru lágmarki en vísað til þess að samráð eigi sér stað í þinglegri meðferð mála. Eins og sást glöggt á skjótum viðbrögðum þingsins við hlutabótaúrræðinu, sem Velferðarnefndar fékk ófullburða í fangið án nokkurrar aðkomu á fyrri stigum, er stjórnarandstaðan reiðurbúin til að leggja sitt af mörkum. Hægt væri að hraða vinnu, auka traust á aðgerðum stjórnvalda sem og störfum þingsins ef þingmönnum yrði gert betur kleift að sinna stjórnarskrárbundinni skyldu sinnu auk þess sem þingið gæti starfað í fullri virkni við meðferð annarra mála.

Sú tilhögun sem viðbragðsteymið hefur ákveðið í samráði við forseta þingsins felur því miður í sér að þinghald verði áfram takmarkað – þó að vissulega hafi fundist fyrirkomulag á störfum þingfunda og atkvæðagreiðslum er augljóst að það bindur hendur þingmanna. Fjöldi mála er komast fyrir í takmarkaðri dagskrá þingsins er lítill og fyrirséð að brýn mál fá ekki afgreiðslu á þessu löggjafarþingi. Fyrir utan þann lýðræðishalla sem slíkar takmarkanir skapa, sérstaklega í ljósi afstöðu framkvæmdarvaldsins, telur þingflokkur Samfylkingarinnar að þær margfaldi hættu á mistökum við lagasetningu.

Af þessum sökum leggur Samfylkingin til að þingstörf verði færð í hentugri þingsal, t.d. Hörpu sem stendur nú auð, svo löggjafinn geti sinnt lýðræðislega hlutverki sínu. Tæknilegar útfærslur eru einfaldar, enda er t.d. Harpa vel búin öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynlegar eru til að gera útfærslu þingfunda sem skilvirkasta auk þess að hafa yfir að ráða tæknifólki sem getur hæglega sett upp þingfund með skömmum fyrirvara. Þá hafa samtöl leitt í ljós að einfalt sé að sé að setja upp öruggt atkvæðagreiðslukerfi. 

Ef forseti og viðbragðsteymi Alþingis telur slíkt ekki mögulegt óskum við eftir rökstuðningi þar um sem allra fyrst.

Við áskiljum okkur rétt til að kynna fjölmiðlum efni bréfsins.

Þingflokkur Samfylkingarinnar

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu