Sem ungur drengur í Hveragerði átti Jakob Veigar sér háleitan draum um að verða rokkstjarna. Sá draumur rættist ekki, en með tímanum færðist markmiðið yfir í að geta uppfyllt þær væntingar sem samfélagið gerði til hans og kappkostaði hann því við að verða eins venjulegur og hann mögulega gæti. Listin blundaði þó alltaf innra með honum en lélegt sjálfsmat og brotin sjálfsmynd varð rótin að því að hann afneitaði henni til fulls. „Þessi lélega sjálfsmynd var blanda af mörgum þáttum, en í enda dags sé ég að mistnotkun mín á áfengi var stærsti þátturinn, sem jafnframt gróf undan öllu hjá mér, þrátt fyrir að í upphafi hafi áfengi virkað sem algjör frelsun fyrir mig.“

Athugasemdir