Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óvænt uppákoma í myndbandi sem hvetur almenning til að vera heima

Margt helsta tón­listar­fólk lands­ins syng­ur í mynd­bandi til að letja fólk frá ferða­lög­um.

Hópur íslenskra tónlistarmanna syngur úr fjarlægð inn á myndband til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanhúss yfir páskana. Margir þekktir tónlistarmenn koma fram í myndbandinu, en þar er einnig óvænt innkoma.

Meðal söngvara eru Helgi Björns, Jón Jónsson og  Salka Sól Eyfeld. Um er að ræða nýja útsendingu og nýjan texta við lagið „Góða ferð“, sem Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson áunnu vinsældir með útsetningu sinni árið 2006, en áður hafði það náð vinsældum í flutningi BG og Ingibjargar.

Halldór Gunnar Pálsson, forsprakki Fjallabræðra, hélt utan um flutninginn og hófst vinnan við myndbandið 2. apríl síðastliðinn.

Í fréttatilkynningu vegna útgáfu lagsins og myndbandsins segir að mikilvægt sé að „hlýði Víði“, en þar er vísað til Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem hefur beðið fólk að forðast ferðalög um páskana til að minnka álag á heilbrigðiskerfið á hátindi COVID-19 faraldursins.

„Íslendingar hafa staðið sig frábærlega vel í baráttunni við COVID-19 sjúkdóminn, en þetta er langhlaup og enn er a.m.k. mánuður eftir af stríðinu. Núna þegar farið er að hægjast á virkum smitum er og Páskar eru í nánd er gríðarlega mikilvægt að landsmenn haldi vöku sinni og haldi áfram að hlýða Víði!“ segir í fréttatilkynningunni.

„Til þess að hamra heim þessi skilaboð og leggja málefninu lið hefur hópur stórpoppara, ásamt þremur leynigestum, sent frá sér myndband af laginu „Ferðumst innanhúss“. Lagið er betur þekkt á Íslandi sem „Góða ferð“ en er núna flutt við nýjan texta eftir Leif Geir Hafsteinsson.

„Allir þeir sem komu að laginu gáfu vinnu sína með glöðu geði“

Allir þeir sem komu að laginu gáfu vinnu sína með glöðu geði, allt til að leggja mikilvægu málefni lið og styðja við frábæra vinnu heilbrigðisyfirvalda og þeirra Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis, Ölmu D. Möller Landlæknis og Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóni.“

Textinn við lagið, sem hér er meðfylgjandi, var saminn 28. til 29. mars og upphaflega fluttur af Leifi Geir og syni hans, Kristjáni Steini, til birtingar á Facebook-vegg þess fyrrnefnda.

„Lagið og flutningurinn vakti nokkra athygli, var deilt víða og voru skrifaðar nokkrar fréttir á vefmiðlum um uppákomuna. Í kjölfarið kviknaði sú hugmynd hjá Leifi Geir að gera myndband af laginu í anda „We are the world“, safna saman stórpoppurum Íslands og leynigestunum þremur og fá þá til að taka höndum saman við að hamra heim skilaboðin: „Hlýðum Víði“ og „Ferðumst innanhúss“ núna fyrir páskana. Fyrsta símtal Leifs Geirs var fimmtudaginn 2. apríl við Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróður, sem tók boltann á lofti og þá var ekki aftur snúið. Síðan hafa þeir félagar lagt nótt við dag, með aðstoð alls þessa frábæra fólks sem lagði hönd á plóg, við að púsla öllu saman þ.a. næðist að koma laginu út í dag,“ segir í tilkynningunni.

Hér má sjá flutning Leifs Geirs og sonar hans, Kristjáns Steins.

Til stuðnings almannavörnumLeifur Geir samdi texta og flutti lagið með Kristjáni Steini, syni sínum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár