COVID-19 kórónaveirufaraldurinn hefur þegar valdið róttækum breytingum á lífi milljóna manna víðs vegar um heiminn. Á Íslandi hafa sex manns látið lífið af völdum faraldursins, um 1.600 smitast og þúsundir verið settir í sóttkví. Samkomubann ríkir sem veldur því að fjöldi fyrirtækja hefur þurft að leggja niður starfsemi sína, með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir þau og starfsfólk þess, sem í mörgum tilvikum hefur misst atvinnu, tímabundið eða til lengri tíma.
Hvaða langtímaáhrif mun faraldurinn hafa á heilbrigði þjóðarinnar? Hver munu áhrifin verða á efnahagslíf, mannréttindi og lýðræði á Íslandi og á heimsvísu? Stundin leitaði svara hjá sérfræðingum hvað þessar spurningar og fleiri varðar.
Líklegt að faraldurinn komi ítrekað upp
Afar líklegt er að COVID-19 faraldurinn muni koma upp ítrekað. Þetta segir Ólafur S. Andrésson, prófessor í erfðafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. „Það er vegna þess að svo lítill hluti fólks smitast og öðlast þar með ónæmi,“ …
Athugasemdir