Stundin sendir í dag út fyrirlestur á vegum Endurmenntunar HÍ þar sem Emilía Borgþórsdóttir fjallar um hvernig hægt er að hagræða umhverfinu svo það svari kalli ýmissa og mjög svo ólíkra verkefna. Sjálf er hún með fjögur börn á mismunandi skólastigum og eiginmann sem vinnur heima um þessar mundir. Heimilið sinnir nú fleiri hlutverkum en áður og þarf fyrst og fremst að þjóna okkur en vera í senn góður griðastaður þar sem við getum slakað á og notið.
Útsendingin hefst klukkan 12:00 og verður aðgengileg á forsíðu Stundarinnar, á Facebook-síðu Stundarinnar og í þessari frétt. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.
Eftirfarandi er tilkynning frá Endurmenntun HÍ um fyrirlesturinn:
Opinn fyrirlestur! Ferðalagið innanhúss með Emilíu Borgþórsdóttur
Fólk ver nú meiri tíma en áður heima og sinnir margvíslegum verkefnum hvort sem er í páskafríi, við vinnu, heimanám eða æfingar. Í fyrirlestrinum fjallar hún um hvernig hægt er að hagræða umhverfinu svo það svari kalli ýmissa og mjög svo ólíkra verkefna. Sjálf er hún með fjögur börn á mismunandi skólastigum og eiginmann sem vinnur heima um þessar mundir. Heimilið sinnir nú fleiri hlutverkum en áður og þarf fyrst og fremst að þjóna okkur en vera í senn góður griðastaður þar sem við getum slakað á og notið.
Athugasemdir