Ég er ekki fræg fyrir jafnaðargeð og kenni suðrænu blóði sem í mér rennur um. Kórónaveiran, já enn ein greinin um flensu, geisar nú yfir heimsbyggðina og mér er ekki rótt. Á þessum kvíðvænlegu tímum hefur ljónið í stofunni minni – minn króníski kvíði – margfaldast í flokk ljóna sem gengur laus um bæinn. Loksins eru viðbrögð mín í samræmi við það sem er að gerast akkúrat núna. Engin tímaskekkja, engin ímyndun. Mér líður vel með hanska og grímu úti í búð, ég er vön því að fara mér hægt, hafa varann á bæði fólki og hlutum. Grunsamlegar augngotur framhjá kornflexpökkum, á milli þess sem ég stari ofan í gólf og reyni að snerta ekkert. Beisik mánudagur hjá mér.
Sýktir ráða heilt
Ég kemst samt ekki hjá því að hugsa hvernig hægt væri að slá á þennan raunkvíða. Það hlýtur að vera eitthvað sem er fast í hendi svo ég …
Athugasemdir