Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stuðningur hjá borginni við að færa áfengissölu í smærri hverfisverslanir

Sjálf­stæð­is­menn vilja að Reykja­vík­ur­borg skori á Al­þingi að af­nema ein­ok­un rík­is­ins á sölu áfeng­is.

Stuðningur hjá borginni við að færa áfengissölu í smærri hverfisverslanir
Eyþór Arnalds Sjálfstæðismenn í borginni vilja skora á Alþingi að leyfa frjálsa sölu áfengis. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur veitt jákvæða umsögn um tillögu Sjálfstæðismanna þar sem skorað er á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu þar sem það muni efla nærþjónustu í hverfum. Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata í meirihlutanum taka einnig undir það sjónarmið.

Sjálfstæðismenn lögðu fram tillöguna á fundi borgarstjórnar í júní, en umsögn um hana birtist ekki fyrr en nú. „Borgarstjórn skorar á Alþingi að afnema einokun ríkisins á áfengissölu, ekki síst vegna þess að aukið frelsi í smásöluverslun með áfengi mun styðja við hverfisverslun og efla nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur,“ segir í tillögunni. „Styður slík þróun við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbær hverfi en verslun með áfengi í hverfisverslunum mun gera umhverfi daglegrar verslunar hverfisvæddara með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti.“

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs barst í nóvember og var málið tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs í gær. Í umsögninni kemur fram að skýr markmið séu í Aðalskipulagi Reykjavíkur um að efla verslun og þjónustu innan íbúðarhverfanna, að sem flestir geti nýtt sér verslun og þjónustu innan síns hverfis og og almennt verði dregið úr vegalengdum hvort sem verið er að sækja vinnu eða þjónustu.

„Vín og annað áfengi er neysluvarningur og innkaup á því er hluti af neyslumynstri stórs hluta borgarbúa,“ segir í umsögninni. „Bætt aðgengi að þessum neysluvarningi, óháð öðrum sjónarmiðum, í formi fjölgunar staða sem hægt er að gera innkaup á áfengi, samræmist því almennt þeim markmiðum sem gerð er grein fyrir hér að ofan.“

„Vín og annað áfengi er neysluvarningur og innkaup á því er hluti af neyslumynstri stórs hluta borgarbúa“

Stefnunni fylgir að rekstareiningar verði minni og horfið frá „stórmarkaðshugsuninni“. Þannig geti borgaryfirvöld haft áhrif á framboð og dreifingu verslunar. „Það sama hefur ekki átt við um staðsetningu og dreifingu vínbúða í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum, sem ofast nær hafa verið staðsettar í litlu samráði sveitarstjórnir,“ segir í umsögninni. „Það er því brýnt að tryggja aukna aðkoma sveitarfélaga að staðsetningu og fyrirkomulagi verslunar með áfengi, hvort sem verslunin er áfram á hendi ríkisins eða einkaaðila, bæði til að tryggja framgang ofangreindra skipulagslegra markmið og gæta að lýðheilsusjónarmiðum.“

Sviðið tekur þó ekki afgerandi afstöðu til afnáms einokunar ríkisins. „Minni rekstrareiningar vínbúða og þar með fleiri, sem markvisst væru staðsettar í fjölbreyttum þjónustu- og atvinnukjörnum, þar sem vel er stutt við vistvæna ferðamáta, rímar vel við ofan greind markmið um sjálfbæra borgarþróun. Ekki er tekin afstaða til þess hér, hvort afnám einkaleyfis ríkisins á sölu áfengis, gæti eitt og sér greitt fyrir slíkri þróun, en það er vert að skoða núverandi löggjöf sérstakalega með tilliti til aukinnar aðkomu sveitarfélaga að staðsetningu vínbúða innan síns þéttbýlis.“

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata í skipulags- og samgönguráði taka undir það að efni tillögunnar samrýmist áherslum aðalskipulags. „Mikilvægt er að allar ákvarðanir sem teknar eru á öllum stjórnsýslustigum styðji við bíllausan lífstíl og þróun byggðar í átt að sjálfbærni. Þar er þétting byggðar og nærþjónusta lykilatriði og því skiptir máli að ríki og sveitarfélög séu samstíga um að íbúar þessa lands hafi verslun og þjónustu í sínu nærumhverfi,“ segir í bókun þeirra á fundinum.

Þá fagna Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Katrín Atladóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, umsögninni. „Aukið frelsi í smásöluverslun með áfengi myndi styðja við hverfisverslun og efla nærþjónustu í hverfum Reykjavíkur,“ segir í bókun þeirra. „Slík þróun myndi jafnframt styðja við markmið aðalskipulags Reykjavíkur um sjálfbær hverfi en verslun með áfengi í hverfisverslunum myndi gera umhverfi daglegrar verslunar hverfisvæddara, með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár