Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Helgi Hrafn: „Sósíalismi er ekki svarið“

Þing­mað­ur Pírata seg­ir sósí­al­isma ekki vera svar­ið við COVID-19, lofts­lags­breyt­ing­um eða fá­tækt. Jón Gn­arr seg­ir sósí­al­isma vera trú­ar­brögð.

Helgi Hrafn: „Sósíalismi er ekki svarið“
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmaður Pírata segir að skortur á skoðunum eða stefnumálum séu ekki á meðal vandamála flokksins. Mynd: piratar.is

„Sósíalismi er ekki svarið, hvorki við kóvid, loftslagsbreytingum né fátækt.“ Þetta skrifar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Twitter færslu sem vakti athygli á samfélagsmiðlinum í gær. Hann segir mikið um „yfirlætislegt háð og tilraunir til tilfinningakúgunar“ hjá sósíalistum.

Tilefni skrifa Helga Hrafns er viðtal í Mannlífi við stofnanda Sósíalistaflokksins, Gunnar Smára Egilsson, þar sem hann fjallar um erindi flokksins og vonir um að hann nái mönnum á þing í næstu Alþingiskosningum. „Það er frumstæð og ofureinfölduð nálgun á stjórnmál að ætla að stýra samfélaginu samkvæmt einum tilteknum isma,“ skrifar Helgi Hrafn. „Góð samfélagsmódel eru kokkteill úr ýmsum áttum, þ.á.m. sósíalisma, kapítalisma og öðrum.“

Færsla Helga Hrafns hefur fengið mikil viðbrögð á Twitter. Eru Píratar meðal annars sakaðir um að vera hræddir við að hafa pólitíska stefnu. „Það er greinilegt að þú hefur ekki tekið þátt í stefnumótun Pírata,“ svarar Helgi Hrafn þeim Twitter notanda. „Við eigum við allskonar vandamál að stríða eins og allar hreyfingar, en ég get fullvissað þig um að skortur á skoðunum eða stefnumálum eru ekki þar á meðal.“

Í umræðunum hafnar Helgi Hrafn því að kapítalismi sé orsök loftslagsbreytinga. „Loftslagsbreytingar eru samspil iðnvæðingar og skorts á vísindalæsi hjá ráðamönnum alls staðar í heiminum algerlega án tillits til þess hvort þeir hafi ráðið yfir kapítalískum samfélögum eða sósíalískum. Það eru algjör mistök að ætla að leysa loftslagsvandann með sósíalisma.“

„Það eru algjör mistök að ætla að leysa loftslagsvandann með sósíalisma“

Nefnir hann sérstaklega að til sé kapítalísk lausn á loftslagsvandanum, að setja útblásturskvóta á uppboðsmarkað, sem sé tímabundinn og framseljanlegur. „Setja beinlínis verðmiða á andrúmsloftið. Láta það kosta peninga,“ skrifar hann.

Einn viðmælandi Helga Hrafns segir kapítalisma hafa afhjúpað sig sem „isma“ sem hvorki geti leyst efnahagslegar né samfélagslegar krísur. Það sé merki um þráhyggju að gera hlutina eins en búast samt við annarri niðurstöðu „Ég var hvorki að leggja til að gera neitt eins, né býst ég við annarri niðurstöðu en allskyns áföllum og krísum alveg óháð því,“ svarar Helgi. „Hvorki kapítalismi né sósíalismi frelsa oss frá krísum. Veit einungis um eina samfélagsgerð með innbyggða krísustjórnun og það er gerræði. Það eru samt ákveðin hagfræðileg undirstöðuatriði sem hafa (bara víst) reynst vel, þótt það verði alveg áföll, mistök og krísur líka. Lögmálið um framboð og eftirspurn er gott og gilt þótt blöskrunarlegt ábyrgðarleysi í regluverki bankakerfisins geti leitt af sér kerfishrun.“

Jón GnarrBorgarstjórinn fyrrverandi segir engu skila að rökræða við sósíalista.

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, tekur einnig þátt í umræðunum. „Sósíalismi er religjón,“ skrifar hann. „Að reyna að rökræða við sósíalista er eins og að rífast við trúfólk og skilar yfirleitt engu, þau trúa bara því sem þau vilja og alhæfa um það sem þeim sýnist. Kapítalisminn, fyrir þeim er t.d. ekki neitt hyperobject heldur the Matrix en þau eru Neo.“

Helgi Hrafn svarar því svo að hann sé ekki sammála því að það skili yfirleitt engu að rökræða við sósíalista. „Bara tekur tíma eins og rökræður um stóru málin almennt. Mikið um yfirlætislegt háð og tilraunir til tilfinningakúgunar, en það segir meira um samskiptalegan metnað þeirra sem mæla, heldur en málstaðinn sem þau mæla fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu