Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Helgi Hrafn: „Sósíalismi er ekki svarið“

Þing­mað­ur Pírata seg­ir sósí­al­isma ekki vera svar­ið við COVID-19, lofts­lags­breyt­ing­um eða fá­tækt. Jón Gn­arr seg­ir sósí­al­isma vera trú­ar­brögð.

Helgi Hrafn: „Sósíalismi er ekki svarið“
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmaður Pírata segir að skortur á skoðunum eða stefnumálum séu ekki á meðal vandamála flokksins. Mynd: piratar.is

„Sósíalismi er ekki svarið, hvorki við kóvid, loftslagsbreytingum né fátækt.“ Þetta skrifar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Twitter færslu sem vakti athygli á samfélagsmiðlinum í gær. Hann segir mikið um „yfirlætislegt háð og tilraunir til tilfinningakúgunar“ hjá sósíalistum.

Tilefni skrifa Helga Hrafns er viðtal í Mannlífi við stofnanda Sósíalistaflokksins, Gunnar Smára Egilsson, þar sem hann fjallar um erindi flokksins og vonir um að hann nái mönnum á þing í næstu Alþingiskosningum. „Það er frumstæð og ofureinfölduð nálgun á stjórnmál að ætla að stýra samfélaginu samkvæmt einum tilteknum isma,“ skrifar Helgi Hrafn. „Góð samfélagsmódel eru kokkteill úr ýmsum áttum, þ.á.m. sósíalisma, kapítalisma og öðrum.“

Færsla Helga Hrafns hefur fengið mikil viðbrögð á Twitter. Eru Píratar meðal annars sakaðir um að vera hræddir við að hafa pólitíska stefnu. „Það er greinilegt að þú hefur ekki tekið þátt í stefnumótun Pírata,“ svarar Helgi Hrafn þeim Twitter notanda. „Við eigum við allskonar vandamál að stríða eins og allar hreyfingar, en ég get fullvissað þig um að skortur á skoðunum eða stefnumálum eru ekki þar á meðal.“

Í umræðunum hafnar Helgi Hrafn því að kapítalismi sé orsök loftslagsbreytinga. „Loftslagsbreytingar eru samspil iðnvæðingar og skorts á vísindalæsi hjá ráðamönnum alls staðar í heiminum algerlega án tillits til þess hvort þeir hafi ráðið yfir kapítalískum samfélögum eða sósíalískum. Það eru algjör mistök að ætla að leysa loftslagsvandann með sósíalisma.“

„Það eru algjör mistök að ætla að leysa loftslagsvandann með sósíalisma“

Nefnir hann sérstaklega að til sé kapítalísk lausn á loftslagsvandanum, að setja útblásturskvóta á uppboðsmarkað, sem sé tímabundinn og framseljanlegur. „Setja beinlínis verðmiða á andrúmsloftið. Láta það kosta peninga,“ skrifar hann.

Einn viðmælandi Helga Hrafns segir kapítalisma hafa afhjúpað sig sem „isma“ sem hvorki geti leyst efnahagslegar né samfélagslegar krísur. Það sé merki um þráhyggju að gera hlutina eins en búast samt við annarri niðurstöðu „Ég var hvorki að leggja til að gera neitt eins, né býst ég við annarri niðurstöðu en allskyns áföllum og krísum alveg óháð því,“ svarar Helgi. „Hvorki kapítalismi né sósíalismi frelsa oss frá krísum. Veit einungis um eina samfélagsgerð með innbyggða krísustjórnun og það er gerræði. Það eru samt ákveðin hagfræðileg undirstöðuatriði sem hafa (bara víst) reynst vel, þótt það verði alveg áföll, mistök og krísur líka. Lögmálið um framboð og eftirspurn er gott og gilt þótt blöskrunarlegt ábyrgðarleysi í regluverki bankakerfisins geti leitt af sér kerfishrun.“

Jón GnarrBorgarstjórinn fyrrverandi segir engu skila að rökræða við sósíalista.

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, tekur einnig þátt í umræðunum. „Sósíalismi er religjón,“ skrifar hann. „Að reyna að rökræða við sósíalista er eins og að rífast við trúfólk og skilar yfirleitt engu, þau trúa bara því sem þau vilja og alhæfa um það sem þeim sýnist. Kapítalisminn, fyrir þeim er t.d. ekki neitt hyperobject heldur the Matrix en þau eru Neo.“

Helgi Hrafn svarar því svo að hann sé ekki sammála því að það skili yfirleitt engu að rökræða við sósíalista. „Bara tekur tíma eins og rökræður um stóru málin almennt. Mikið um yfirlætislegt háð og tilraunir til tilfinningakúgunar, en það segir meira um samskiptalegan metnað þeirra sem mæla, heldur en málstaðinn sem þau mæla fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár