Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Helgi Hrafn: „Sósíalismi er ekki svarið“

Þing­mað­ur Pírata seg­ir sósí­al­isma ekki vera svar­ið við COVID-19, lofts­lags­breyt­ing­um eða fá­tækt. Jón Gn­arr seg­ir sósí­al­isma vera trú­ar­brögð.

Helgi Hrafn: „Sósíalismi er ekki svarið“
Helgi Hrafn Gunnarsson Þingmaður Pírata segir að skortur á skoðunum eða stefnumálum séu ekki á meðal vandamála flokksins. Mynd: piratar.is

„Sósíalismi er ekki svarið, hvorki við kóvid, loftslagsbreytingum né fátækt.“ Þetta skrifar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Twitter færslu sem vakti athygli á samfélagsmiðlinum í gær. Hann segir mikið um „yfirlætislegt háð og tilraunir til tilfinningakúgunar“ hjá sósíalistum.

Tilefni skrifa Helga Hrafns er viðtal í Mannlífi við stofnanda Sósíalistaflokksins, Gunnar Smára Egilsson, þar sem hann fjallar um erindi flokksins og vonir um að hann nái mönnum á þing í næstu Alþingiskosningum. „Það er frumstæð og ofureinfölduð nálgun á stjórnmál að ætla að stýra samfélaginu samkvæmt einum tilteknum isma,“ skrifar Helgi Hrafn. „Góð samfélagsmódel eru kokkteill úr ýmsum áttum, þ.á.m. sósíalisma, kapítalisma og öðrum.“

Færsla Helga Hrafns hefur fengið mikil viðbrögð á Twitter. Eru Píratar meðal annars sakaðir um að vera hræddir við að hafa pólitíska stefnu. „Það er greinilegt að þú hefur ekki tekið þátt í stefnumótun Pírata,“ svarar Helgi Hrafn þeim Twitter notanda. „Við eigum við allskonar vandamál að stríða eins og allar hreyfingar, en ég get fullvissað þig um að skortur á skoðunum eða stefnumálum eru ekki þar á meðal.“

Í umræðunum hafnar Helgi Hrafn því að kapítalismi sé orsök loftslagsbreytinga. „Loftslagsbreytingar eru samspil iðnvæðingar og skorts á vísindalæsi hjá ráðamönnum alls staðar í heiminum algerlega án tillits til þess hvort þeir hafi ráðið yfir kapítalískum samfélögum eða sósíalískum. Það eru algjör mistök að ætla að leysa loftslagsvandann með sósíalisma.“

„Það eru algjör mistök að ætla að leysa loftslagsvandann með sósíalisma“

Nefnir hann sérstaklega að til sé kapítalísk lausn á loftslagsvandanum, að setja útblásturskvóta á uppboðsmarkað, sem sé tímabundinn og framseljanlegur. „Setja beinlínis verðmiða á andrúmsloftið. Láta það kosta peninga,“ skrifar hann.

Einn viðmælandi Helga Hrafns segir kapítalisma hafa afhjúpað sig sem „isma“ sem hvorki geti leyst efnahagslegar né samfélagslegar krísur. Það sé merki um þráhyggju að gera hlutina eins en búast samt við annarri niðurstöðu „Ég var hvorki að leggja til að gera neitt eins, né býst ég við annarri niðurstöðu en allskyns áföllum og krísum alveg óháð því,“ svarar Helgi. „Hvorki kapítalismi né sósíalismi frelsa oss frá krísum. Veit einungis um eina samfélagsgerð með innbyggða krísustjórnun og það er gerræði. Það eru samt ákveðin hagfræðileg undirstöðuatriði sem hafa (bara víst) reynst vel, þótt það verði alveg áföll, mistök og krísur líka. Lögmálið um framboð og eftirspurn er gott og gilt þótt blöskrunarlegt ábyrgðarleysi í regluverki bankakerfisins geti leitt af sér kerfishrun.“

Jón GnarrBorgarstjórinn fyrrverandi segir engu skila að rökræða við sósíalista.

Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, tekur einnig þátt í umræðunum. „Sósíalismi er religjón,“ skrifar hann. „Að reyna að rökræða við sósíalista er eins og að rífast við trúfólk og skilar yfirleitt engu, þau trúa bara því sem þau vilja og alhæfa um það sem þeim sýnist. Kapítalisminn, fyrir þeim er t.d. ekki neitt hyperobject heldur the Matrix en þau eru Neo.“

Helgi Hrafn svarar því svo að hann sé ekki sammála því að það skili yfirleitt engu að rökræða við sósíalista. „Bara tekur tíma eins og rökræður um stóru málin almennt. Mikið um yfirlætislegt háð og tilraunir til tilfinningakúgunar, en það segir meira um samskiptalegan metnað þeirra sem mæla, heldur en málstaðinn sem þau mæla fyrir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár