Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nauðsynlegar aðgerðir, segir Bogi Nils

Þeir 240 starfs­menn Icelanda­ir, sem verð­ur sagt upp, munu fá að vita það síð­ar í dag. Í til­kynn­ingu sem Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sendi starfs­mönn­um fé­lag­ins núna í morg­un seg­ir að að­gerð­irn­ar hafi ver­ið nauð­syn­leg­ar.

Nauðsynlegar aðgerðir, segir Bogi Nils
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Félagið segir upp 240 starfsmönnum og verður þeim, sem sagt verður upp, tilkynnt um það síðar í dag.

Þeir 240 starfsmenn Icelandair, sem verður sagt upp, munu fá að vita það síðar í dag.  Í tilkynningu sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi starfsmönnum félagins núna í morgun segir að aðgerðirnar hafi verið nauðsynlegar.

Félagið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að 240 starfsmönnum yrði sagt upp störfum og að 92% starfsmanna þar myndu taka á sig skert starfshlutfall.  Þessi hópur fellur undir úrræði um mótframlag vegna skerst starfshlutfalls sem ríkisstjórnin hefur kynnt. 

Þar sem uppsagnarfrestur er greiddur hefur þessi leið, að svo margir taki á sig skert starfshlutfall, betri áhrif á sjóðsstreymi félagsins en uppsagnir.

Í tilkynningunni til starfsmannanna segir Bogi að stærsti einstaki kostnaðarliður félagsins sé launakostnaður og því sé nauðsynlegt að bregðast við í starfsmannamálum þegar tekjurnar minnki verulega. Óskað verði eftir því að starfsmenn skrifi undir tímabundna lækkun á starfshlutfalli með rafrænu samkomulagi. Þeir starfsmenn sem áfram verði í starfi muni lækka um 20% í launum, framkvæmdastjórar um 25% og forstjóri og stjórn um 30%.

„Ég legg áherslu á að þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að tryggja framtíðarrekstur félagsins. Við höfum staðist ýmis konar áföll í gengum tíðina, hvort sem það hafa verið barátta við náttúruöflin, efnahagslægðir eða aðrir utanaaðkomandi þættir. Það hefur tekist með samstöðu og útsjónarsemi og síðast en ekki síst þeim einstaka baráttuanda og krafti sem svo sannarlega hefur sýnt sig undanfarna daga og vikur. Ég er stoltur og þakklátur að tilheyra þeirri öflugu liðsheild sem við myndum saman. Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður og búa þannig í haginn að félagið geti gripið tækifæri á mörkuðum okkar þegar ástandið verður eðlilegt aftur,“  skrifar Bogi Nils.

„Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður“

Eitt mikilvægasta fyrirtækið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í viðtali á RÚV í morgun að ríkið yrði að stíga inn í í einhverri mynd, yrði röskun á flugi og öðrum samgöngum og vöruflutningum til og frá landinu. Hann sagði að fyrirtækið væri að vinna með sínar eigin áætlanir og byggja á sinni sterku lausafjárstöðu. En hann hefði heyrt frá stjórnendum félagsins að þeir þyrftu að vera í stöðugu endurmati á sinni stöðu vegna þess að það eru að birtast aðgerðir einstakra þjóðríkja. Hann ítrekaði að staðinn yrði vörður um samgöngur til Íslands. „Ég er sammála því að þetta er eitt mikilvægasta, ef ekki mikilvægasta fyrirtækið sem starfar á Íslandi í dag,“ sagði Bjarni.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár