Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nauðsynlegar aðgerðir, segir Bogi Nils

Þeir 240 starfs­menn Icelanda­ir, sem verð­ur sagt upp, munu fá að vita það síð­ar í dag. Í til­kynn­ingu sem Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sendi starfs­mönn­um fé­lag­ins núna í morg­un seg­ir að að­gerð­irn­ar hafi ver­ið nauð­syn­leg­ar.

Nauðsynlegar aðgerðir, segir Bogi Nils
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Félagið segir upp 240 starfsmönnum og verður þeim, sem sagt verður upp, tilkynnt um það síðar í dag.

Þeir 240 starfsmenn Icelandair, sem verður sagt upp, munu fá að vita það síðar í dag.  Í tilkynningu sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi starfsmönnum félagins núna í morgun segir að aðgerðirnar hafi verið nauðsynlegar.

Félagið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að 240 starfsmönnum yrði sagt upp störfum og að 92% starfsmanna þar myndu taka á sig skert starfshlutfall.  Þessi hópur fellur undir úrræði um mótframlag vegna skerst starfshlutfalls sem ríkisstjórnin hefur kynnt. 

Þar sem uppsagnarfrestur er greiddur hefur þessi leið, að svo margir taki á sig skert starfshlutfall, betri áhrif á sjóðsstreymi félagsins en uppsagnir.

Í tilkynningunni til starfsmannanna segir Bogi að stærsti einstaki kostnaðarliður félagsins sé launakostnaður og því sé nauðsynlegt að bregðast við í starfsmannamálum þegar tekjurnar minnki verulega. Óskað verði eftir því að starfsmenn skrifi undir tímabundna lækkun á starfshlutfalli með rafrænu samkomulagi. Þeir starfsmenn sem áfram verði í starfi muni lækka um 20% í launum, framkvæmdastjórar um 25% og forstjóri og stjórn um 30%.

„Ég legg áherslu á að þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að tryggja framtíðarrekstur félagsins. Við höfum staðist ýmis konar áföll í gengum tíðina, hvort sem það hafa verið barátta við náttúruöflin, efnahagslægðir eða aðrir utanaaðkomandi þættir. Það hefur tekist með samstöðu og útsjónarsemi og síðast en ekki síst þeim einstaka baráttuanda og krafti sem svo sannarlega hefur sýnt sig undanfarna daga og vikur. Ég er stoltur og þakklátur að tilheyra þeirri öflugu liðsheild sem við myndum saman. Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður og búa þannig í haginn að félagið geti gripið tækifæri á mörkuðum okkar þegar ástandið verður eðlilegt aftur,“  skrifar Bogi Nils.

„Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður“

Eitt mikilvægasta fyrirtækið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í viðtali á RÚV í morgun að ríkið yrði að stíga inn í í einhverri mynd, yrði röskun á flugi og öðrum samgöngum og vöruflutningum til og frá landinu. Hann sagði að fyrirtækið væri að vinna með sínar eigin áætlanir og byggja á sinni sterku lausafjárstöðu. En hann hefði heyrt frá stjórnendum félagsins að þeir þyrftu að vera í stöðugu endurmati á sinni stöðu vegna þess að það eru að birtast aðgerðir einstakra þjóðríkja. Hann ítrekaði að staðinn yrði vörður um samgöngur til Íslands. „Ég er sammála því að þetta er eitt mikilvægasta, ef ekki mikilvægasta fyrirtækið sem starfar á Íslandi í dag,“ sagði Bjarni.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár