Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Nauðsynlegar aðgerðir, segir Bogi Nils

Þeir 240 starfs­menn Icelanda­ir, sem verð­ur sagt upp, munu fá að vita það síð­ar í dag. Í til­kynn­ingu sem Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, sendi starfs­mönn­um fé­lag­ins núna í morg­un seg­ir að að­gerð­irn­ar hafi ver­ið nauð­syn­leg­ar.

Nauðsynlegar aðgerðir, segir Bogi Nils
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Félagið segir upp 240 starfsmönnum og verður þeim, sem sagt verður upp, tilkynnt um það síðar í dag.

Þeir 240 starfsmenn Icelandair, sem verður sagt upp, munu fá að vita það síðar í dag.  Í tilkynningu sem Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi starfsmönnum félagins núna í morgun segir að aðgerðirnar hafi verið nauðsynlegar.

Félagið sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem fram kom að 240 starfsmönnum yrði sagt upp störfum og að 92% starfsmanna þar myndu taka á sig skert starfshlutfall.  Þessi hópur fellur undir úrræði um mótframlag vegna skerst starfshlutfalls sem ríkisstjórnin hefur kynnt. 

Þar sem uppsagnarfrestur er greiddur hefur þessi leið, að svo margir taki á sig skert starfshlutfall, betri áhrif á sjóðsstreymi félagsins en uppsagnir.

Í tilkynningunni til starfsmannanna segir Bogi að stærsti einstaki kostnaðarliður félagsins sé launakostnaður og því sé nauðsynlegt að bregðast við í starfsmannamálum þegar tekjurnar minnki verulega. Óskað verði eftir því að starfsmenn skrifi undir tímabundna lækkun á starfshlutfalli með rafrænu samkomulagi. Þeir starfsmenn sem áfram verði í starfi muni lækka um 20% í launum, framkvæmdastjórar um 25% og forstjóri og stjórn um 30%.

„Ég legg áherslu á að þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til að tryggja framtíðarrekstur félagsins. Við höfum staðist ýmis konar áföll í gengum tíðina, hvort sem það hafa verið barátta við náttúruöflin, efnahagslægðir eða aðrir utanaaðkomandi þættir. Það hefur tekist með samstöðu og útsjónarsemi og síðast en ekki síst þeim einstaka baráttuanda og krafti sem svo sannarlega hefur sýnt sig undanfarna daga og vikur. Ég er stoltur og þakklátur að tilheyra þeirri öflugu liðsheild sem við myndum saman. Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður og búa þannig í haginn að félagið geti gripið tækifæri á mörkuðum okkar þegar ástandið verður eðlilegt aftur,“  skrifar Bogi Nils.

„Ég er sannfærður um að við munum komast í gegnum þessar krefjandi aðstæður“

Eitt mikilvægasta fyrirtækið

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði í viðtali á RÚV í morgun að ríkið yrði að stíga inn í í einhverri mynd, yrði röskun á flugi og öðrum samgöngum og vöruflutningum til og frá landinu. Hann sagði að fyrirtækið væri að vinna með sínar eigin áætlanir og byggja á sinni sterku lausafjárstöðu. En hann hefði heyrt frá stjórnendum félagsins að þeir þyrftu að vera í stöðugu endurmati á sinni stöðu vegna þess að það eru að birtast aðgerðir einstakra þjóðríkja. Hann ítrekaði að staðinn yrði vörður um samgöngur til Íslands. „Ég er sammála því að þetta er eitt mikilvægasta, ef ekki mikilvægasta fyrirtækið sem starfar á Íslandi í dag,“ sagði Bjarni.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár