Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Guðni þakkar sjálfboðaliðum: „Nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi“

Sjálf­boða­lið­ar út­vega 1.200 manns matarpakka og björg­un­ar­sveit­ir hjálpa til við af­hend­ingu vegna COVID-19.

Guðni þakkar sjálfboðaliðum: „Nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi“
Þakkir frá Guðna Á myndinni sést Guðni þakka Rósu Bragadóttur, öryrkja og sjálfboðaliða Fjölskylduhjálparinnar, fyrir framlagið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um kvöldmatarleytið í dag þegar hann þakkaði sjálfboðaliðum Fjölskylduhjálpar Íslands og björgunarsveitarfólki sem tekið hafa að sér að koma matarpökkum til efnalítilla fjölskyldna.

„Gangi ykkur vel í ykkar góðu störfum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Nú stöndum við saman, nú hjálpum við þeim sem eru hjálpar þurfi. Og saman komumst við í gegnum þessa erfiðleika sem nú er við að etja, því saman erum við svo miklu sterkari,“ sagði Guðni.

Vegna samkomubanns þurfa sjálfboðaliðar að keyra út matarpakka til fólks, ef matvæli eiga að komast til þeirra sem á þurfa að halda. Um er að ræða ólaunuð störf. Um 1.200 manns þiggja mataraðstoðina.

Í gær greindust 80 ný smit af COVID-19 á Íslandi. Þá kom í ljós að ástralskur ferðamaður, sem lést á Húsavík, hafði látist af völdum veirunnar. Starfsemi Alþingis verður takmörkuð við viðbrögð við veirunni næstu vikurnar. Fram kom í gær að þrír starfsmenn Alþingis væru smitaðir af veirunni. Yfir 3.700 manns voru í sóttkví í dag og samtals hafa 330 verið greindir með veiruna.

Sjálfboðaliðar að störfum
Hlaðið matarpokum
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár