Alma: Hver voru þín fyrstu viðbrögð þegar ég sagði þér að ég væri ólétt?
Kári: Fyrstu viðbrögðin mín voru náttúrlega bara „what?“ Þú sagðir mér það á leiðinni á Flateyri og þú sagðir við mig að ég mætti ekki bregðast við fregnunum af því að við vorum föst í langferðabíl með vinum mínum í sex klukkutíma. Já, þú sagðir mér það á bensínstöðinni í Borgarnesi. Þetta voru örugglega frekar skrýtnar aðstæður til að frétta þetta.
Alma: Manst þú hvað var að fara í gegnum hugann á þér þegar þú sast svo restina af ferðinni en máttir ekki tjá þig um þetta?
Kári: Sko, það var bæði það að vinur minn var búinn að biðja mig um að vera fram í og halda sér félagsskap og vera hress á meðan hann var að keyra. Ég var búinn að vera rosaleg hress og sniðugur alveg fram að Borgarnesi og var ótrúlega ánægður …
Athugasemdir