Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Stundum upplifi ég eins og þetta sé allt draumur“

Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir var á leið í ferða­lag með kær­ast­an­um og vin­um hans, þeg­ar hún komst að því að morgni brott­far­ar­dags að hún væri barns­haf­andi. Það var slökkt á síma kær­ast­ans, allt þar til hann var mætt­ur með fulla rútu af fólki að sækja hana. Leynd­ar­mál­inu hvísl­aði hún að hon­um á bens­ín­stöð í Borg­ar­nesi. Þau Kári Ein­ars­son ræða hér upp­lif­un­ina, með­göng­una og það sem bíð­ur þeirra.

„Stundum upplifi ég eins og þetta sé allt draumur“

Alma: Hver voru þín fyrstu viðbrögð þegar ég sagði þér að ég væri ólétt?

Kári: Fyrstu viðbrögðin mín voru náttúrlega bara „what?“ Þú sagðir mér það á leiðinni á Flateyri og þú sagðir við mig að ég mætti ekki bregðast við fregnunum af því að við vorum föst í langferðabíl með vinum mínum í sex klukkutíma. Já, þú sagðir mér það á bensínstöðinni í Borgarnesi. Þetta voru örugglega frekar skrýtnar aðstæður til að frétta þetta. 

Alma: Manst þú hvað var að fara í gegnum hugann á þér þegar þú sast svo restina af ferðinni en máttir ekki tjá þig um þetta?

Kári: Sko, það var bæði það að vinur minn var búinn að biðja mig um að vera fram í og halda sér félagsskap og vera hress á meðan hann var að keyra. Ég var búinn að vera rosaleg hress og sniðugur alveg fram að Borgarnesi og var ótrúlega ánægður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Að eignast barn

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu