Hagstofa Íslands safnar upplýsingum um laun á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður þeirrar upplýsingavinnslu eru meðal annars birtar eftir launþegahópum og atvinnugreinum. Sé horft á laun fullvinnandi launamanna árið 2018 kemur í ljós að ófaglært starfsfólk í barnagæslu hefur lægst laun af öllum starfsstéttum í landinu. Að meðaltali eru heildarlaun þess hóps 375 þúsund krónur á mánuði, fyrir skatta og launatengd gjöld. Leikskólakennarar fá aftur á móti 543 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Þess má geta að leikskólakennarar eru með lausa kjarasamninga, rétt eins og starfsfólk Eflingar sem starfar í leikskólum Reykjavíkurborgar og er nú í ótímabundnu verkfalli.
Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru heildarlaun ófaglærðs starfsfólks sem starfar við umönnun fatlaðra 415 þúsund krónur á mánuði og þeirra sem vinna við umönnun í félagsþjónustu eða heilbrigðisgreinum 418 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Ræstingafólk og aðstoðarfólk í mötuneytum fær að meðaltali greiddar 432 þúsund krónur á mánuði. Þessar stéttir eru hvað fjölmennastar …
Athugasemdir