Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Fjöl­menn­ar starfs­stétt­ir inn­an Efl­ing­ar hafa lægstu heild­ar­laun allra starfs­stétta á ís­lensk­um vinnu­mark­aði. Stjórn­mála­menn eru að með­al­tali með tæp fjór­föld laun leik­skóla­starfs­fólks.

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Hagstofa Íslands safnar upplýsingum um laun á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður þeirrar upplýsingavinnslu eru meðal annars birtar eftir launþegahópum og atvinnugreinum. Sé horft á laun fullvinnandi launamanna árið 2018 kemur í ljós að ófaglært starfsfólk í barnagæslu hefur lægst laun af öllum starfsstéttum í landinu. Að meðaltali eru heildarlaun þess hóps 375 þúsund krónur á mánuði, fyrir skatta og launatengd gjöld. Leikskólakennarar fá aftur á móti 543 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Þess má geta að leikskólakennarar eru með lausa kjarasamninga, rétt eins og starfsfólk Eflingar sem starfar í leikskólum Reykjavíkurborgar og er nú í ótímabundnu verkfalli.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru heildarlaun ófaglærðs starfsfólks sem starfar við umönnun fatlaðra 415 þúsund krónur á mánuði og þeirra sem vinna við umönnun í félagsþjónustu eða heilbrigðisgreinum 418 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Ræstingafólk og aðstoðarfólk í mötuneytum fær að meðaltali greiddar 432 þúsund krónur á mánuði. Þessar stéttir eru hvað fjölmennastar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár