Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Fjöl­menn­ar starfs­stétt­ir inn­an Efl­ing­ar hafa lægstu heild­ar­laun allra starfs­stétta á ís­lensk­um vinnu­mark­aði. Stjórn­mála­menn eru að með­al­tali með tæp fjór­föld laun leik­skóla­starfs­fólks.

Ófaglærðir leikskólastarfsmenn með lægst laun af öllum stéttum

Hagstofa Íslands safnar upplýsingum um laun á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöður þeirrar upplýsingavinnslu eru meðal annars birtar eftir launþegahópum og atvinnugreinum. Sé horft á laun fullvinnandi launamanna árið 2018 kemur í ljós að ófaglært starfsfólk í barnagæslu hefur lægst laun af öllum starfsstéttum í landinu. Að meðaltali eru heildarlaun þess hóps 375 þúsund krónur á mánuði, fyrir skatta og launatengd gjöld. Leikskólakennarar fá aftur á móti 543 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Þess má geta að leikskólakennarar eru með lausa kjarasamninga, rétt eins og starfsfólk Eflingar sem starfar í leikskólum Reykjavíkurborgar og er nú í ótímabundnu verkfalli.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar eru heildarlaun ófaglærðs starfsfólks sem starfar við umönnun fatlaðra 415 þúsund krónur á mánuði og þeirra sem vinna við umönnun í félagsþjónustu eða heilbrigðisgreinum 418 þúsund krónur á mánuði að meðaltali. Ræstingafólk og aðstoðarfólk í mötuneytum fær að meðaltali greiddar 432 þúsund krónur á mánuði. Þessar stéttir eru hvað fjölmennastar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár