Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Hundrað prósent bara hormónar, líkaminn, dýrið“

Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir er kom­in á steyp­ir­inn, geng­in 37 vik­ur með sitt fyrsta barn og ræð­ir hvað hef­ur kom­ið á óvart á með­göng­unni, hvað var best og hvað var verst. Á þess­um tíma hef­ur hún kynnst nýj­um hlið­um á sjálfri sér og far­ið að sjá líf­ið í öðru ljósi.

„Hundrað prósent bara hormónar, líkaminn, dýrið“

„Ég er alveg ógeðslega ólétt á hverjum degi núna. Áður var ég suma daga minna ólétt og aðra daga meira ólétt. Þá hugsaði ég ekki á hverjum degi: Ég er ekkert nema ólétt kona. Það er alveg þannig núna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, sem á þeirri stundu er viðtalið er tekið, er gengin 37 vikur á leið með sitt fyrsta barn. 

Blaðamaður, sem sjálf er gengin 32 vikur á leið með sitt fyrsta barn, hittir Sölku, eins og hún er kölluð, á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. 

Salka sýpur á hafralatté og ég fæ mér sopa af jasmínperlu-teinu mínu. Við andvörpum báðar aðeins, hvor á eftir annarri, og svo aðeins í kór. Við afsökum andvarpið nánast samtímis og Salka segir mér frá því að hún þurfi ótt og títt að sannfæra fólk í kringum sig að hún sé ekki að andmæla því með því að andvarpa. Við tölum aðeins um verki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Að eignast barn

„Stundum upplifi ég eins og þetta sé allt draumur“
ViðtalAð eignast barn

„Stund­um upp­lifi ég eins og þetta sé allt draum­ur“

Alma Mjöll Ólafs­dótt­ir var á leið í ferða­lag með kær­ast­an­um og vin­um hans, þeg­ar hún komst að því að morgni brott­far­ar­dags að hún væri barns­haf­andi. Það var slökkt á síma kær­ast­ans, allt þar til hann var mætt­ur með fulla rútu af fólki að sækja hana. Leynd­ar­mál­inu hvísl­aði hún að hon­um á bens­ín­stöð í Borg­ar­nesi. Þau Kári Ein­ars­son ræða hér upp­lif­un­ina, með­göng­una og það sem bíð­ur þeirra.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu