„Ég er alveg ógeðslega ólétt á hverjum degi núna. Áður var ég suma daga minna ólétt og aðra daga meira ólétt. Þá hugsaði ég ekki á hverjum degi: Ég er ekkert nema ólétt kona. Það er alveg þannig núna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, sem á þeirri stundu er viðtalið er tekið, er gengin 37 vikur á leið með sitt fyrsta barn.
Blaðamaður, sem sjálf er gengin 32 vikur á leið með sitt fyrsta barn, hittir Sölku, eins og hún er kölluð, á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur.
Salka sýpur á hafralatté og ég fæ mér sopa af jasmínperlu-teinu mínu. Við andvörpum báðar aðeins, hvor á eftir annarri, og svo aðeins í kór. Við afsökum andvarpið nánast samtímis og Salka segir mér frá því að hún þurfi ótt og títt að sannfæra fólk í kringum sig að hún sé ekki að andmæla því með því að andvarpa. Við tölum aðeins um verki …
Athugasemdir