Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eldsneyti lak úr Icelandair-vélinni

Eldsneyti lak úr flug­vél Icelanda­ir, sem brot­lenti í síð­ustu viku. Óvíst er hvort lek­inn varð áð­ur en vél­in brot­lenti eða eft­ir lend­ing­una. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort eld- eða sprengi­hætta skap­að­ist af lek­an­um.

Eldsneyti lak úr Icelandair-vélinni
Ein af flugvélum Icelandair Eldsneyti lak úr vél Icelandair sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Stjórnandi rannsóknarinnar segir enn ekki liggja fyrir hvort sprengi- eða eldhætta hafi verið fyrir hendi. Mynd: Icelandair

Eldsneyti lak úr flugvél Icelandair, sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Þetta staðfestir  Ragnar Guðmundsson, sem stjórnar rannsókninni fyrir hönd  Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Óvíst er hvort lekinn varð áður en vélin brotlenti eða eftir lendinguna. Ragnar segir að rannsókn muni leiða það í ljós og segist ekki geta sagt til um hvort eld- eða sprengihætta hafi skapast.

Vélin sem er af gerðinni Boeing 757 brotlenti á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag miðvikudaginn í síðustu viku þegar hjólabúnaður hennar hægra megin gaf sig í lendingu. Vélin var að koma frá Berlín og um borð voru 160 farþegar og sex manna áhöfn. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum og engin slys urðu á fólki. Í kjölfarið sendi Icelandair frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að um brotlendingu hefði verið að ræða, en Ragnar sagði í samtali við Vísi í gær að brotlendingin hefði nú verið skilgreind sem flugslys.

„Ég get ekki staðfest hvenær eldsneytislekinn hófst“

„Ég get ekki staðfest hvenær eldsneytislekinn hófst. Við erum ekki komin það langt í rannsókninni, en við vonumst til að rannsókn á flugritanum leiði það í ljós,“ segir  Ragnar. Flugritinn verður sendur til bresku flugslysanefndarinnar á næstu dögum, þar verða gögn úr honum greind í næstu viku og Ragnar segir að meðal þeirra séu upplýsingar um hvenær og við hvaða aðstæður eldsneytislekinn hófst.

Fram hefur komið að hjólabúnaður vélarinnar hafi verið nýlega yfirfarinn. Ragnar segir að hann hafi ekki verið nýr, heldur hafi verið um svokallaðan yfirhalaðan búnað að ræða. Hann hafi verið tekinn allur í sundur og yfirfarinn.

Er flugvélin ónýt? „Það á eftir að koma í ljós. Það er flugrekandans að ákveða það,“ svarar Ragnar.

Var fólk í hættu? Var sprengihætta eða hefði eldur getað komið upp?

„Ég er ekki tilbúinn til að tjá mig um það á meðan málið er enn í rannsókn. Ég er ekki að segja að svo hafi ekki verið, en við erum að afla gagna sem við eigum eftir að greina og erum ekki komin á þann stað í rannsókninni að það sé hægt að svara þessari spurningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár