Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eldsneyti lak úr Icelandair-vélinni

Eldsneyti lak úr flug­vél Icelanda­ir, sem brot­lenti í síð­ustu viku. Óvíst er hvort lek­inn varð áð­ur en vél­in brot­lenti eða eft­ir lend­ing­una. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort eld- eða sprengi­hætta skap­að­ist af lek­an­um.

Eldsneyti lak úr Icelandair-vélinni
Ein af flugvélum Icelandair Eldsneyti lak úr vél Icelandair sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Stjórnandi rannsóknarinnar segir enn ekki liggja fyrir hvort sprengi- eða eldhætta hafi verið fyrir hendi. Mynd: Icelandair

Eldsneyti lak úr flugvél Icelandair, sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Þetta staðfestir  Ragnar Guðmundsson, sem stjórnar rannsókninni fyrir hönd  Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Óvíst er hvort lekinn varð áður en vélin brotlenti eða eftir lendinguna. Ragnar segir að rannsókn muni leiða það í ljós og segist ekki geta sagt til um hvort eld- eða sprengihætta hafi skapast.

Vélin sem er af gerðinni Boeing 757 brotlenti á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag miðvikudaginn í síðustu viku þegar hjólabúnaður hennar hægra megin gaf sig í lendingu. Vélin var að koma frá Berlín og um borð voru 160 farþegar og sex manna áhöfn. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum og engin slys urðu á fólki. Í kjölfarið sendi Icelandair frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að um brotlendingu hefði verið að ræða, en Ragnar sagði í samtali við Vísi í gær að brotlendingin hefði nú verið skilgreind sem flugslys.

„Ég get ekki staðfest hvenær eldsneytislekinn hófst“

„Ég get ekki staðfest hvenær eldsneytislekinn hófst. Við erum ekki komin það langt í rannsókninni, en við vonumst til að rannsókn á flugritanum leiði það í ljós,“ segir  Ragnar. Flugritinn verður sendur til bresku flugslysanefndarinnar á næstu dögum, þar verða gögn úr honum greind í næstu viku og Ragnar segir að meðal þeirra séu upplýsingar um hvenær og við hvaða aðstæður eldsneytislekinn hófst.

Fram hefur komið að hjólabúnaður vélarinnar hafi verið nýlega yfirfarinn. Ragnar segir að hann hafi ekki verið nýr, heldur hafi verið um svokallaðan yfirhalaðan búnað að ræða. Hann hafi verið tekinn allur í sundur og yfirfarinn.

Er flugvélin ónýt? „Það á eftir að koma í ljós. Það er flugrekandans að ákveða það,“ svarar Ragnar.

Var fólk í hættu? Var sprengihætta eða hefði eldur getað komið upp?

„Ég er ekki tilbúinn til að tjá mig um það á meðan málið er enn í rannsókn. Ég er ekki að segja að svo hafi ekki verið, en við erum að afla gagna sem við eigum eftir að greina og erum ekki komin á þann stað í rannsókninni að það sé hægt að svara þessari spurningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár