Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eldsneyti lak úr Icelandair-vélinni

Eldsneyti lak úr flug­vél Icelanda­ir, sem brot­lenti í síð­ustu viku. Óvíst er hvort lek­inn varð áð­ur en vél­in brot­lenti eða eft­ir lend­ing­una. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort eld- eða sprengi­hætta skap­að­ist af lek­an­um.

Eldsneyti lak úr Icelandair-vélinni
Ein af flugvélum Icelandair Eldsneyti lak úr vél Icelandair sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Stjórnandi rannsóknarinnar segir enn ekki liggja fyrir hvort sprengi- eða eldhætta hafi verið fyrir hendi. Mynd: Icelandair

Eldsneyti lak úr flugvél Icelandair, sem brotlenti á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Þetta staðfestir  Ragnar Guðmundsson, sem stjórnar rannsókninni fyrir hönd  Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Óvíst er hvort lekinn varð áður en vélin brotlenti eða eftir lendinguna. Ragnar segir að rannsókn muni leiða það í ljós og segist ekki geta sagt til um hvort eld- eða sprengihætta hafi skapast.

Vélin sem er af gerðinni Boeing 757 brotlenti á Keflavíkurflugvelli um miðjan dag miðvikudaginn í síðustu viku þegar hjólabúnaður hennar hægra megin gaf sig í lendingu. Vélin var að koma frá Berlín og um borð voru 160 farþegar og sex manna áhöfn. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum og engin slys urðu á fólki. Í kjölfarið sendi Icelandair frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að um brotlendingu hefði verið að ræða, en Ragnar sagði í samtali við Vísi í gær að brotlendingin hefði nú verið skilgreind sem flugslys.

„Ég get ekki staðfest hvenær eldsneytislekinn hófst“

„Ég get ekki staðfest hvenær eldsneytislekinn hófst. Við erum ekki komin það langt í rannsókninni, en við vonumst til að rannsókn á flugritanum leiði það í ljós,“ segir  Ragnar. Flugritinn verður sendur til bresku flugslysanefndarinnar á næstu dögum, þar verða gögn úr honum greind í næstu viku og Ragnar segir að meðal þeirra séu upplýsingar um hvenær og við hvaða aðstæður eldsneytislekinn hófst.

Fram hefur komið að hjólabúnaður vélarinnar hafi verið nýlega yfirfarinn. Ragnar segir að hann hafi ekki verið nýr, heldur hafi verið um svokallaðan yfirhalaðan búnað að ræða. Hann hafi verið tekinn allur í sundur og yfirfarinn.

Er flugvélin ónýt? „Það á eftir að koma í ljós. Það er flugrekandans að ákveða það,“ svarar Ragnar.

Var fólk í hættu? Var sprengihætta eða hefði eldur getað komið upp?

„Ég er ekki tilbúinn til að tjá mig um það á meðan málið er enn í rannsókn. Ég er ekki að segja að svo hafi ekki verið, en við erum að afla gagna sem við eigum eftir að greina og erum ekki komin á þann stað í rannsókninni að það sé hægt að svara þessari spurningu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár