Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lífshlaup útvarpsstjóra: Hugsjónir, lekar og líkamsárásin sem hvarf

Er Stefán Ei­ríks­son, nýr út­varps­stjóri, gólandi frjáls­hyggju­mað­ur? Eða vinst­ris­inn­að­ur pönk­ari? Karl Th. Birg­is­son grein­ir for­tíð og fer­il lög­reglu­stjór­ans sem stóð uppi í hár­inu á dóms­mála­ráð­herra. Hann ber enn ör vegna lík­ams­árás­ar sem sögð er hafa horf­ið í kerfi lög­regl­unn­ar.

Lífshlaup útvarpsstjóra: Hugsjónir, lekar og líkamsárásin sem hvarf

Viðmælendur sem spurðir eru um Stefán Eiríksson virðast vera á einu máli:

Vandaður maður og yfirvegaður. Rólyndur, skiptir sjaldan skapi, en lætur ekki vaða yfir sig ef honum þykir rangt haft við.

„Næstum því of mikill embættismaður,“ sagði einn í borgarkerfinu, en benti á að húmor og mýkt í mannlegum samskiptum bættu slíkan galla upp.

„Hann tekur störf sín alvarlega, en tekur sjálfan sig ekki hátíðlega,“ sagði yfirmaður hjá lögreglunni, sem starfaði með Stefáni á sínum tíma.

Það eru sennilega mannkostir, en enginn er einfaldur.

Hinn formlegi ferill

Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri, lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Hamrahlíð og stóðst svo próf í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1996.

Hann hóf fljótlega störf í dómsmálaráðuneyti Þorsteins Pálssonar, fyrst sem lögfræðingur, en fetaðist upp metorðastigann smám saman. Um aldamótin var Stefán tvö ár í sendiráði Íslands í Brussel í verkefnum tengdum dóms- og innanríkismálum.

Eftir heimkomuna varð Stefán …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár