Viðmælendur sem spurðir eru um Stefán Eiríksson virðast vera á einu máli:
Vandaður maður og yfirvegaður. Rólyndur, skiptir sjaldan skapi, en lætur ekki vaða yfir sig ef honum þykir rangt haft við.
„Næstum því of mikill embættismaður,“ sagði einn í borgarkerfinu, en benti á að húmor og mýkt í mannlegum samskiptum bættu slíkan galla upp.
„Hann tekur störf sín alvarlega, en tekur sjálfan sig ekki hátíðlega,“ sagði yfirmaður hjá lögreglunni, sem starfaði með Stefáni á sínum tíma.
Það eru sennilega mannkostir, en enginn er einfaldur.
Hinn formlegi ferill
Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri, lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Hamrahlíð og stóðst svo próf í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1996.
Hann hóf fljótlega störf í dómsmálaráðuneyti Þorsteins Pálssonar, fyrst sem lögfræðingur, en fetaðist upp metorðastigann smám saman. Um aldamótin var Stefán tvö ár í sendiráði Íslands í Brussel í verkefnum tengdum dóms- og innanríkismálum.
Eftir heimkomuna varð Stefán …
Athugasemdir