Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Lífshlaup útvarpsstjóra: Hugsjónir, lekar og líkamsárásin sem hvarf

Er Stefán Ei­ríks­son, nýr út­varps­stjóri, gólandi frjáls­hyggju­mað­ur? Eða vinst­ris­inn­að­ur pönk­ari? Karl Th. Birg­is­son grein­ir for­tíð og fer­il lög­reglu­stjór­ans sem stóð uppi í hár­inu á dóms­mála­ráð­herra. Hann ber enn ör vegna lík­ams­árás­ar sem sögð er hafa horf­ið í kerfi lög­regl­unn­ar.

Lífshlaup útvarpsstjóra: Hugsjónir, lekar og líkamsárásin sem hvarf

Viðmælendur sem spurðir eru um Stefán Eiríksson virðast vera á einu máli:

Vandaður maður og yfirvegaður. Rólyndur, skiptir sjaldan skapi, en lætur ekki vaða yfir sig ef honum þykir rangt haft við.

„Næstum því of mikill embættismaður,“ sagði einn í borgarkerfinu, en benti á að húmor og mýkt í mannlegum samskiptum bættu slíkan galla upp.

„Hann tekur störf sín alvarlega, en tekur sjálfan sig ekki hátíðlega,“ sagði yfirmaður hjá lögreglunni, sem starfaði með Stefáni á sínum tíma.

Það eru sennilega mannkostir, en enginn er einfaldur.

Hinn formlegi ferill

Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri, lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Hamrahlíð og stóðst svo próf í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1996.

Hann hóf fljótlega störf í dómsmálaráðuneyti Þorsteins Pálssonar, fyrst sem lögfræðingur, en fetaðist upp metorðastigann smám saman. Um aldamótin var Stefán tvö ár í sendiráði Íslands í Brussel í verkefnum tengdum dóms- og innanríkismálum.

Eftir heimkomuna varð Stefán …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár