Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu

Reykja­vík­ur­borg styrk­ir tón­list­ar­há­tíð­ina Secret Solstice um 8 millj­ón­ir í ár. Ný­ir rekstr­ar­að­il­ar eru tengd­ir þeim fyrri, sem hljóm­sveit­in Slayer hef­ur stefnt. Vig­dís Hauks­dótt­ir borg­ar­full­trúi seg­ist til­bú­in í mála­ferli vegna um­mæla sinna um rekstr­ar­að­il­ana.

Skuld Secret Solstice við borgina greidd að fullu
Secret Solstice Reykjavíkurborg hefur gert nýjan samning um hátíðina. Mynd: Pressphotos

Skuld tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice við Reykjavíkurborg, sem í lok apríl í fyrra nam 19 milljónum króna, hefur verið greidd að fullu. Borgin styrkir hátíðina um 8 milljónir króna í ár og hefur skrifað undir nýjan samning við rekstraraðilana, sem eru nátengdir þeim sem standa í málaferlum út af fyrri hátíðum.

Þetta kemur fram í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Stundarinnar um málið. Tvísýnt var síðasta vor hvort hátíðin færi fram í Reykjavík þar sem skuld rekstraraðila við borgina samkvæmt samningi nam 11,6 milljónum króna og kostnaður við viðgerðir á völlum í Laugardal nam 7,4 milljónum króna. Ekkert hafði verið greitt á þeim tíma sem nefndur var í samningi aðilanna. Nú, eftir að hátíðin 2019 fór fram, hefur skuldin hins vegar verið greidd að fullu.

Nýr samningur var samþykktur á fundi borgarráðs 9. janúar vegna hátíðarinnar sem fram fer í lok júní. Tilkynnt hefur verið um tónlistarmenn á hátíðinni í sumar, meðal annars hljómsveitirnar Cypress Hill, Primal Scream og TLC.

Vigdís HauksdóttirBorgarfulltrúi hyggst ekki biðjast afsökunar á ummælum um rekstraraðila Secret Solstice.

Lögmenn aðstandenda hátíðarinnar sendu Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, bréf vegna ummæla hennar á fundi borgarráðs 30. janúar, að því er fram kemur í frétt RÚV. Vigdís vakti þar athygli á styrkveitingu borgarinnar til hátíðarinnar. „Samkvæmt nýjum gögnum frá Reykjavíkurborg kemur í ljós að Secret Solstice er rekin af a.m.k. þremur mismunandi félögum og virðist algjör hending ráða því hvaða félag er látið taka að sér hvaða skuldbindingu vegna rekstursins,“ lét hún bóka. „Þá er fullyrt að aðstandendur hátíðarinnar hafi gefið Reykjavíkurborg rangar og misvísandi upplýsingar um eignarhald félaganna, aðkomu þeirra að hátíðinni og héldu því ranglega fram að félögin myndu greiða eða yfirtaka skuldir fyrri rekstraraðila. Fullyrt er að félögin stundi skattasniðgöngu og ýmis önnur lögbrot.“

„Fullyrt er að félögin stundi skattasniðgöngu og ýmis önnur lögbrot“

Tengdir rekstraraðilar

Á fundinum var kynnt bréf frá lögmanni hljómsveitarinnar Slayer sem ekki fékk borgað fyrir framkomu á hátíðinni 2018 og stendur í málaferlum. Tóku nýir rekstraraðilar við í kjölfarið. Reykjavíkurborg segir málaferli Slayer að engu leyti snúa að borginni.

Hátíðin hefur verið gagnrýnd þar sem skipt var um kennitölu, en nýr eigandi hennar, Guðmundur Hreiðarsson Viborg, er tengdur fyrri eigendum hátíðarinnar. Stjúpsonur hans, Jón Bjarni Steinsson, var upplýsingafulltrúi hátíðarinnar, en hann er kvæntur Katrínu Ólafsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrra rekstrarfélagsins. Hún er systir Friðriks Ólafssonar, eiganda gamla félagsins, og dóttir Jóns Ólafssonar, athafnamanns og eins helsta styrktaraðila.

Jón ÓlafssonAthafnamaðurinn er meðal helstu styrktaraðila hátíðarinnar.

Forsvarsmenn nýja félagsins, Lifandi viðburðir ehf., krefjast þess að Vigdís biðjist afsökunar á bókuninni og beri hana formlega til baka, ellegar verði farið í mál við hana og skaðabóta krafist. Hafna þeir tengslum við fyrri hátíð og að fyrri rekstraraðilar hafi sagst hafa greitt Slayer að fullu. „Það vekur því furðu að þú, sem lýðræðislega kjörinn borgarfulltrúi, skulir án allrar gagnrýni ljá þessu erindi vægi með því að leggja fram bókun á fundi borgarráðs þar sem umbjóðendur mínir og fyrirsvarsmenn þeirra eru án nokkurra fyrirvara sakaðir um rangfærslur og lögbrot, þ.á m. skattasniðgöngu,“ segir í bréfi þeirra.

„Nei, ég segi í þessu máli eins og öðrum málum sem ég hef verið sökuð um: See you in court“

Í samtali við RÚV segist Vigdís ekki ætla að biðjast afsökunar, heldur taka slaginn fyrir alla kjörna fulltrúa. „Nei, ég segi í þessu máli eins og öðrum málum sem ég hef verið sökuð um: See you in court.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár