Yfirvöld á Íslandi eru sögð aðstoða yfirvöld í Namibíu við að reyna að hafa upp á peningum í furstadæminu Dubaí sem namibískir áhrifamenn fengu greidda í mútur frá Samherja. Um var að ræða að minnsta kosti hálfan milljarð króna sem félagið Tundavala Investments fékk greitt frá tveimur félögum Samherja á Kýpur, meðal annars félaginu Esju Seafood á Kýpur. Félagið Tundavala var í eigu James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanns ríkisfyrirtækisins Fiscor í Namibíu, sem er einn af höfuðpaurunum í mútumáli Samherja í Namibíu sem sagt var frá í samvinnu Wikileaks, Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera í nóvember. Þetta kemur fram í namibíska dagblaðinu The Namibian í dag.
Í namibíska blaðinu er viðtal við saksóknara í Namibíu, Albert Kawana, þar sem hann ræðir um hversu flókin alþjóðleg samvinna getur verið og að það sé ekki auðvelt verk að hafa …
Athugasemdir