Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu

Yf­ir­völd á Ís­landi, og í nokkr­um öðr­um lönd­um, eru sögð að­stoða yf­ir­völd í Namib­íu við að hafa uppi á eign­um Namib­íu­mann­anna í Sam­herja­mál­inu. Fjár­mála­ráð­herra Namib­íu, Carl Schwettlein, seg­ir erfitt að hald­leggja eign­ir í öðr­um lönd­um.

Ísland sagt aðstoða við að finna mútupeninga Namibíumannanna í Samherjamálinu
Frá Íslandi til Dubaí Rannsóknin á Samherja teygir sig víða um lönd, allt frá Íslandi til Namibíu og Dubaí. Þorsteinn Már Baldvinsson sést hér við hlið James Hatuikulipi, sem er vinstra megin við hann, en hann átti félagið í Dubaí sem tók við mútugreiðslunum frá Samherja.

Yfirvöld á Íslandi eru sögð aðstoða yfirvöld í Namibíu við að reyna að hafa upp á peningum í furstadæminu Dubaí sem namibískir áhrifamenn fengu greidda í mútur frá Samherja. Um var að ræða að minnsta kosti hálfan milljarð króna sem félagið Tundavala Investments fékk greitt frá tveimur félögum Samherja á Kýpur, meðal annars félaginu Esju Seafood á Kýpur. Félagið Tundavala var í eigu James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanns ríkisfyrirtækisins Fiscor í Namibíu, sem er einn af höfuðpaurunum í mútumáli Samherja í Namibíu sem sagt var frá í samvinnu Wikileaks, Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera í nóvember. Þetta kemur fram í namibíska dagblaðinu The Namibian í dag. 

Í namibíska blaðinu er viðtal við saksóknara í Namibíu, Albert Kawana, þar sem hann ræðir um hversu flókin alþjóðleg samvinna getur verið og að það sé ekki auðvelt verk að hafa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár