Meðganga, fæðing og sængurlega. Þrjú frekar hversdagsleg hugtök. Hversdagsleg í þeim skilningi að á hverjum degi fæðist fjöldi barna og fjöldinn allur af konum ganga á degi hverjum með fjöldann allan af börnum.
Til að átta sig á því hversu hversdagslegur atburður fæðing er má líta á tölur Hagstofunnar. Samkvæmt Hagstofunni náði frjósemi íslenskra kvenna sögulegu lágmarki árið 2018 en engu að síður fæddust þó 4.228 börn á Íslandi það árið. Til samanburðar fæddust alls 135.865.000 einstaklingar í heiminum öllum árið 2017.
En þótt meðgöngur, fæðingar og sængurlega séu af ósköp hversdagslegum toga lýsa margar konur þessum atburðum sem einstökum, jafnvel því einstakasta sem þær upplifa.
Það einstaka á heima í hinu hversdagslega og hvergi á það jafn vel við og þegar kemur að þessum agnarsmáu og í senn risastóru atvikum og augnablikum.
Það sem gerir reynslu kvenna svo magnaða felst einmitt í því hversu margar konur koma á …
Athugasemdir