Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, ætlaði að láta eignarhaldsfélag í hans eigu, sem heldur utan um hlutabréfaeign í laxeldisfyrirtækinu, greiða 40 milljóna arð út úr fyrirtækinu, Gyðu ehf., í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Gyðu ehf. sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í desember í fyrra.
Eigandi Gyðu ehf. er félagið Berg fjárfesting, sem greiddi út 125 milljóna arð til Kjartans árið 2017 vegna sölu stjórnaformannsins á hlutabréfum í fyrirtækinu. Samkvæmt ársreikningi Bergs fjárfestingar fyrir 2018 ætlaði félagið að greiða út 25 milljóna króna arð til Kjartans í fyrra. Arðurinn af hlutabréfaeign Kjartans í Arnarlaxi rennur því frá Gyðu, til Bergs fjárfestingar og þaðan til Kjartans. Hlutabréf Kjartans, eða Gyðu ehf., í Arnarlaxi voru eignfærð á tæplega 199 milljónir króna í árslok 2018 og voru rúmlega 64 milljónum króna hærri en í lok árs 2017.
Mikill styr hefur staðið …
Athugasemdir