Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni

Stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax, Kjart­an Ólafs­son, ráð­gerði að greiða sér 75 millj­óna króna arð af hluta­bréf­um sín­um í Arn­ar­laxi ár­in 2018 og 2019. Kjart­an leið­ir upp­bygg­ingu stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is lands­ins fyr­ir hönd norskra eig­enda þess, að­al­lega lax­eld­isris­ans Salm­ar AS.

Stjórnarformaður Arnarlax er einn af fáum sem hefur grætt á auðlindinni
200 milljóna arður Síðastliðin þrjú ár eru arðgreiðslur og ætlaðar arðgreiðslur frá fyrirtæki stjórnarformanns Arnarlax, Kjartans Ólafsson, til hans, 200 milljónir króna. Verðmætið í Arnarlaxi felst í aðganginum að náttúru Íslands sem er nánast ókeypis en er seldur dýru verði í Noregi.

Stjórnarformaður Arnarlax, Kjartan Ólafsson, ætlaði að láta eignarhaldsfélag í hans eigu, sem heldur utan um hlutabréfaeign í laxeldisfyrirtækinu, greiða 40 milljóna arð út úr fyrirtækinu, Gyðu ehf., í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Gyðu ehf. sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra í desember í fyrra. 

Eigandi Gyðu ehf.  er félagið Berg fjárfesting, sem greiddi út 125 milljóna arð til Kjartans árið 2017 vegna sölu stjórnaformannsins á hlutabréfum í fyrirtækinu. Samkvæmt ársreikningi Bergs fjárfestingar fyrir 2018 ætlaði félagið að greiða út 25 milljóna króna arð til Kjartans í fyrra. Arðurinn af hlutabréfaeign Kjartans í Arnarlaxi rennur því frá Gyðu, til Bergs fjárfestingar og þaðan til Kjartans. Hlutabréf Kjartans, eða Gyðu ehf., í Arnarlaxi voru eignfærð á tæplega 199 milljónir króna í árslok 2018 og voru rúmlega 64 milljónum króna hærri en í lok árs 2017. 

Mikill styr hefur staðið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár