Mótmæli og valdarán í Suður-Ameríku
Árið 2019 var róstursamt ár í stjórnmálum nokkurra stórra ríkja í rómönsku Ameríku. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sór embættiseið á ný í janúar eftir að hann var endurkjörinn í umdeildum kosningum en stjórnarandstæðingar fullyrtu að brögð væru í tafli. Hann situr þó sem fastast þrátt fyrir gríðarlega slæmt efnahagsástand og mikinn þrýsting frá bæði innlendum og erlendum stjórnmálaöflum sem vilja steypa honum af stóli.
Um haustið brutust út mikil mótmæli í Chile þar sem að minnsta kosti 19 létu lífið og þúsundir særðust í átökum við hersveitir sem voru kallaðar út af forseta landsins. Mótmælin beindust upphaflega gegn hækkunum á gjaldskrá jarðlestakerfis í höfuðborginni Santiago en fóru fljótt að snúast um almennari kröfur um efnahagsumbætur og uppstokkun í stjórnkerfinu. Mótmælendur lömuðu meðal annars samgöngur með því að brenna lestarstöðvar …
Athugasemdir