Sólmundur hét einu sinni Hermundur og er nýfluttur í sveitina, í sumarbústað nálægt Selfossi þar sem hann ætlar að finna sjálfan sig. Rétt áður hafði hann unnið í jógastúdíói í borginni og lýst sjálfum sér svona:
„Þetta var ekki ég – mussan og pokabuxurnar – ég er maður sem gengur í upphnepptri skyrtu gyrtri ofan í flauelsbuxur og með axlabönd. Mér finnst ánægjulegt að reykja pípu og lesa ljóð. Ég er fagurkeri og friðarsinni en enginn jógahippi.“
Í gegnum sjálfsleitina verður hann áfram þessi týpa að einhverju leyti, eða öllu heldur – hann breytist í jógahippann þótt áfram eimi þó af uppskafningslega bókmenntanördinum sem segir hluti á borð við: „Ég vissi að mamma hafði valið gjöfina og varð djúpt snortinn við að sjá að hún tók mig alvarlega sem bókmenntaunnanda.“
Sólmundur er ansi athyglisverð tilraun til þess að sameina …
Athugasemdir