Alma Khan er nítján ára starfsmaður í gróðurhúsi á Hellisheiði sem fær óvænta stöðuhækkun. Árið er 2096 og hinn gamli miðbær Reykjavíkur er auður og yfirgefinn, en borgin er þó ekki öll sokkin eins og stór hluti borga heimsins. Það er þó oft feimnismál, „enda mörgum þungbært að tala um sokknar borgir, yfirgefin heimili og dána ættingja“.
Framtíðarsýnin sem birtist okkur í Norninni er í raun sótt þráðbeint í nútímann, flest virðist manni frekar rökréttar afleiðingar þess ef við breytum ekki um kúrs tímanlega. Þannig talar Alma í raun beint til lesenda þegar hún veltir fortíðinni fyrir sér, eins og þegar hún líkir okkur við sléttuúlfinn Wile E. Coyote.
„En sannleikurinn var auðvitað sá að amma hennar hafði ekki alist upp í raunveruleika, hún hafði alist upp í draumi. Heimur hennar hafði verið eins og fígúra sem Alma sá einu sinni …
Athugasemdir