Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Of pólsk fyrir Ísland og of íslensk fyrir Pólland

Upp til hópa eru Ís­lend­ing­ar skeyt­ing­ar­laus­ir í garð Pól­verja og telja þá ekki hafa neitt áhuga­vert eða mik­il­vægt til mál­anna að leggja. Þetta seg­ir pólski lista­mað­ur­inn Wi­ola Ujazdowska. Hún seg­ir op­in­ber­ar lista­stofn­an­ir bregð­ast því hlut­verki að hlúa að grasrót fjöl­breyttra lista­manna og gefa þeim rödd í sam­fé­lag­inu sem þeir til­heyra, ekki síð­ur en lista­menn með ís­lenskr­ar ræt­ur.

Of pólsk fyrir Ísland og of íslensk fyrir Pólland
Á milli heima Wiola Ujadowska segir Íslendinga ennþá vera lokaða gagnvart „hinum“ í samfélaginu. Það sé ríkt í þeim að flokka fólk, sem geri þeim flókið að aðlagast samfélaginu. Núorðið segist hún vera á jaðrinum í báðum samfélögunum sem hún tilheyrir, Íslandi og Póllandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Fimm ár eru liðin frá því að Wiola Ujadowska kom til Íslands til að vinna sem lærlingur á Nýlistasafninu. Upphaflega ætlaði hún að búa hér í nokkra mánuði en hér leið henni vel svo hún ákvað að setjast að í Reykjavík. Wiola er háskólamenntuð á sviði lista, í glerlist, listmálun, skúlptúragerð og nútímalist, en hún lærði bæði í Nicolaus Copernicus University í Póllandi og Cologne Institute of Conservation Sciences í Þýskalandi. Þrátt fyrir að vera mikið menntuð í listum, með BA- og meistaragráðu, hefur hún unnið hin ýmsu störf sem tengjast listinni lítið eða alls ekki hér á landi. Hún hefur meðal annars unnið með börnum, við þrif, sem leiðsögumaður fyrir pólska ferðamenn og á kaffihúsi. Samhliða þeim störfum vinnur hún að list sinni sem hún hefur sýnt víða, í heimalöndum sínum tveimur, Íslandi og Póllandi, auk Þýskalands, Portúgals og Slóvakíu.

From afar from always from withoutVerkið er af …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár