Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“

Raf­m­gangs­laust hef­ur ver­ið í um sautján klukku­stund­ir á bæj­um í Höfða­hverfi. Ásta F. Flosa­dótt­ir bóndi á Höfða I ótt­ast að þök kunni að fjúka af úti­hús­um. Eng­in leið er að fara úr húsi.

„Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti“
Óveður á Norðurlandi Illviðri er búið að vara í hátt í sólarhring á Norðurlandi. Bylur var á Akureyri í gær þegar meðfylgjandi mynd var tekin. Mynd: Þorsteinn Ingi Kristinsson

Rafmagnslaust hefur verið frá því um miðjan dag í gær á nokkrum bæjum í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð. Truflanir hófust um hádegi og um kaffileytið fór rafmagn alveg af og hefur ekki komið á síðan. Glórulaus bylur er á svæðinu og ekki hægt að fara út úr húsi. Sauðfjárbóndi segist hafa áhyggjur af því að þök kunni að vera farin að losna á útihúsum en gerist það þá sé ekkert við því að gera að svo stöddu, veðurhamurinn sé slíkur.

Óttast um þökÁsta segir að hún óttist að þök taki af útihúsum. Það sé þó ekkert við því að gera ef svo fari, veður sé einfaldlega vitlaust.

„Ég veit ekkert hvernig staðan er, það sér ekki út úr augum og það er enginn að hreyfa sig út úr húsi. Þetta er bara þreifandi öskubylur eins og í eldgamla daga. Það voru þvílík læti hér í gærkvöldi að húsið nötraði allt og skalf, það nötruðu rúður og skalf gler og það var bara eins og það væri jarðskjálfti í gangi. Þetta er bara fellibylur, þetta helvíti, það er ekki flókið,“ segir Ásta Fönn Flosadóttir, sauðfjárbóndi og skólastjóri á Höfða I.

Það var um hádegi sem að veðrið brast á fyrir norðan. Ásta segir að úrkoman þá hafi verið afar blaut og þung og svo hafi frost hert með tilheyrandi ísingu. „Ég skil vel að rafmagnið skuli vera úti, línurnar eru ábyggilega slitnar alveg í spað. Það er bara heppilegt að það er hitaveita á húsinu, hún var lögð hér fyrir fjórum árum. Annars væri orðið djöfull kalt, ég býð ekki í það þar sem menn eru bara með rafmagnskyndingu.“

Óttast skemmdir

Ásta segir að þetta ástand sé á nokkrum bæjum sem séu alveg rafmagnslausir. Það er sérstaklega bagalegt á næsta bæ, Höfða II, en þar er kúabú og í rafmagnsleysi lenda menn í miklum erfiðleikum við mjaltir. Ásta segir að bændur á Höfða II séu með rafstöð til að bregðast við í aðstæðum sem þessum en það hafi verið tómt basl því stöðin hafi ekki farið í gang í gær þegar á þurfti að halda. „Þeir brutust hingað niður eftir í björgunarsveitinni á jeppa í gærkvöldi og komu til hans rafgeymum, sem betur fer, en það er það eina sem hefur komið hingað til okkar.“

„Það er hins vegar glórulaust að fara út í þetta veður og það gerir það enginn“

Ásta hefur töluverðar áhyggjur af því að þök á útihúsum hjá henni séu í hættu, og jafnvel að þau kunni að vera byjuð að losna eða farin að einhverju leyti. Veðurhamurinn sé einfaldlega slíkur. „Það er hins vegar glórulaust að fara út í þetta veður og það gerir það enginn. Fari þökin þá fara þau bara. Ef þakplötur eru byrjaðar að fjúka þá á enginn að hreyfa sig, það er bara stórhættulegt. Nágranni minn hafði líka einhverjar áhyggjur af því að þak á hlöðu hjá honum væri byrjað að losna en hvorki hann né við vitum neitt um það. Veðrið og skyggnið er með þeim hætti að maður sér bara ekki neitt. Maður er bara milli vonar og ótta um það hvernig þetta verður þegar hægt verður að komast út í fjárhús og fara að kanna skemmdir. Það var búið að græja allt sem hægt var hér í gær, koma vélum inn, festa og fergja allt sem gæti farið af stað þannig að ég hef eiginlega bara áhyggjur af húsunum, þökunum.“

Ásta segist ekki vita hvenær búast megi við að veður fari að ganga niður hjá henni. Hún sé netlaus orðinn og hafi bara símann og útvarpið til að styðjast við í þeim efnum. „Netið er því sem næst úti, ég get alla vega ekki hlaðið inn netsíðum af neinu viti svo ég veit ekki einu sinni almennilega hvernig spáin er. Við höfum þó útvarpið á meðan að rafhlöðurnar duga.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
4
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.
Ásthildur Lóa lýsir barnungum barnsföður sínum sem eltihrelli
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa lýs­ir barn­ung­um barns­föð­ur sín­um sem elti­hrelli

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, sem í gær sagði af sér sem barna­mála­ráð­herra, seg­ir að pilt­ur­inn sem hún átti í sam­bandi við þeg­ar hann var fimmtán og sex­tán ára og hún rúm­lega tví­tug, hafi þrýst á og elti hana með þeim hætti að í dag væri það lík­lega kall­að elti­hrell­ing. Sjálf hringdi hún ít­rek­að í kon­una sem reyndi að vekja at­hygli for­sæt­is­ráð­herra á mál­inu og mætti óboð­in heim til henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
FréttirAfsögn Ásthildar

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár