Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“

Guð­mund­ur Spar­tak­us Óm­ars­son vildi fá greidd­ar tíu millj­ón­ir króna frá blaða­manni vegna um­fjöll­un­ar um hvarf Frið­riks Kristjáns­son­ar, en þarf hins veg­ar að greiða 2,6 millj­ón­ir króna í máls­kostn­að eft­ir að hafa tap­að mál­inu í Hæsta­rétti. Áð­ur hafði Rík­is­út­varp­ið ákveð­ið að greiða hon­um 2,5 millj­ón­ir króna.

„Engu leyti gerð grein fyrir því“ hvers vegna Guðmundur Spartakus væri „ónefndi Íslendingurinn“
Forsíða Stundarinnar Guðmundur Spartakus kærði Atla Má fyrir umfjöllunina.

Hæstiréttur vísaði í morgun frá meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn Atla Má Gylfasyni, fyrrverandi blaðamanni Stundarinnar. Er Guðmundi gert að greiða 2,6 milljónir króna í málskostnað.

Þar með lýkur síðasta af þremur meiðyrðamálum sem Guðmundur Spartakus höfðaði á hendur íslenskum fjölmiðlum vegna umfjöllunar um fréttir um hann í fjölmiðum í Paragvæ og svo hvarf annars Íslendings í landinu, Friðriks Kristjánssonar. Umfjöllun Stundarinnar var birt í desember 2016 og hefur málareksturinn því tekið um þrjú ár.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar, var sýknaður í Hæstarétti af kröfum Guðmundar Spartakusar í maí í fyrra. Ríkisútvarpið ákvað hins vegar að greiða Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna í bætur vegna sambærilegrar umfjöllunar um fréttir í paragvæsku dagblaði um hann. Mál hans gegn Ríkisútvarpinu var þannig ekki leitt til lykta fyrir dómstólum.

Í apríl síðastliðnum var Guðmundur Spartakus einnig fyrir dómi, þá vegna þess að hann var talinn hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis og hótað lögreglumanni lífláti á Gullinbrú í Grafarvogi í fyrra. Guðmundur Spartakus var dæmdur sekur í málinu.

Guðmundur Spartakus stefndi Atla Má og Stundinni vegna umfjöllunar í Stundinni um hvarf Friðriks Kristjánssonar í Paragvæ. Nafn Guðmundar Spartakusar kom fyrir í umfjölluninni þar sem íslensk lögregluyfirvöld reyndu mánuðum saman að ná sambandi við hann vegna málsins. Guðmundur Spartakus vildi fá greiddar tíu milljónir króna frá Stundinni og Atla Má.

Hæstiréttur kemst að þessari niðurstöðu þar sem Guðmundur Spartakus hafði ekki verið nafngreindur í neinum þeirra ummæla sem kært var fyrir, heldur hafi verið talað um „ónefnda Íslendinginn“ í samhengi við frásögn vitnis.

„Frágangi málsgagna fyrir Hæstarétti var mjög ábótavant þannig að afar erfitt var að lesa hvað stóð í mörgum þeirra.“

„Í ummælum þeim sem til umfjöllunar eru hér fyrir dómi var stefndi hvergi nafngreindur en í héraðsdómsstefnu var að engu leyti gerð grein fyrir því hvernig ummæli í einstökum liðum fælu í sér meiðyrði í garð hans,“ segir í dómnum. „Þannig var því ekki lýst hvers vegna telja yrði að þeir sem lásu umræddar greinar og sáu eða hlýddu á frásagnir þar sem hin umstefndu ummæli komu fram gætu dregið þá ályktun að stefndi væri hinn ónefndi maður er valdið hefði dauða [Friðriks Kristjánssonar].“

Þá vísar Hæstiréttur til þess að vinnubrögð lögmanns hafi verið „ámælisverð“. „Það athugast að frágangi málsgagna fyrir Hæstarétti var mjög ábótavant þannig að afar erfitt var að lesa hvað stóð í mörgum þeirra. Er það ámælisvert,“ segir í lok dómsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár