Þegar Ilia Shumanov var boðið til Íslands yfir langa helgi var það gert með það í huga að styrkja tengsl á milli Gagnsæis, íslensku deildar Transparency International og þeirrar rússnesku. Með fréttaflutningi á Samherjamálinu svokallaða tók heimsóknin stakkaskiptum. Samkvæmt áætlun hélt hann námskeið og fundi um peningaþvætti á alþjóðlegum skala, en flestar spurningarnar reyndust hins vegar snúast um Samherja og hvernig vinavæðing væri helsta birtingarmynd spillingar á Íslandi.
Shumanov starfaði í nokkur ár sem lögmaður áður en hann gekk til liðs við rússnesku Transparency-samtökin, en þau eiga undir högg að sækja eins og mörg önnur mannréttindasamtök í Rússlandi. Shumanov lýsir því hvernig ný lög í Rússlandi heimila yfirvöldum að setja alla þá sem þiggja fé að utan á svartan lista yfir erlenda útsendara, en við það geta einstaklingar sem starfa fyrir alþjóðlegu samtökin misst borgaraleg réttindi og þurft að sæta …
Athugasemdir