Þegar ég lendi í Moskvu er löngu óvissuástandi lokið. Trump hefur verið kosinn forseti Bandaríkjanna, og fréttaveitur mínar fyllast upphrópunum; vinstri vængurinn er fallinn, tími hugulsemi og skilnings er liðinn, ómenntaður skríllinn hefur tekið við. En Rússland syrgir ekki. Ég skil ekki tungumálið, en rússnesku vinir mínir benda mér á að fólki finnst þessar fréttir vera allt í lagi.
Rússland er eitt af þessum löndum sem hefur alltaf verið mér framandi. Sögur af Rússlandi, bæði fyrir og eftir stjórnarbyltinguna 1917, heilla mig, og þegar mér bauðst gisting hjá vinafólki gat ég ekki annað en bókað flug. Það sem kom mér hins vegar innilega á óvart var hversu miklir fordómar búa í brjósti mínu gagnvart Rússum.
Kalda stríðinu lauk meðan ég var enn barnungur, en tortryggni í garð Rússlands lifði löngu lífi eftir það. Kvikmyndir þar sem Rússar áttu í hlut sýndu þá annaðhvort sem bláeygðar hetjur sem elskuðu ekkert meira …
Athugasemdir