Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rannsókn á Íslendingum vísar á lykilinn að hamingju og betri heilsu

Sam­kvæmt nýrri heil­brigð­is­könn­un Gallup tel­ur tæp­lega helm­ing­ur Ís­lend­inga lifn­að­ar­hætti sína hafa breyst til hins betra und­an­far­ið ár. Þrátt fyr­ir það sef­ur um þriðj­ung­ur Ís­lend­inga of lít­ið. Of lít­ill svefn er al­var­legt lýð­heilsu­vanda­mál sem hef­ur marg­vís­leg nei­kvæð áhrif á heilsu okk­ar og lífs­gæði.

Tæpur helmingur Íslendinga telur sig hafa bætt lifnaðarhætti sína með aukinni hreyfingu og breyttu mataræði undanfarið ár. Mikið misræmi er hins vegar á milli þess sem talið er einn mesti undirliggjandi heilsufarsvandinn og svo áform Íslendinga um umbætur, en þar er um að ræða of lítinn svefn.

Í heilbrigðiskönnun Gallup, sem kynnt var í síðasta mánuði, kom fram að 48 prósent telur lifnaðarhætti sína hafa breyst til hins betra undanfarið ár, 11 prósent landsmanna telja lifnaðarhætti sína hafa breyst til hins verra og 41 prósent telur þá ekkert hafa breyst.

Af þeim breytingum á lifnaðarháttum sem landsmenn nefndu voru aukin hreyfing, 47 prósent, og betra/breytt mataræði, 46 prósent, langalgengastar. 

Á meðal annarra jákvæðra breytinga sem þátttakendur nefndu, en þó í talsvert minna mæli, voru það að neyta minna áfengis, borða minna, betri svefn eða meiri hvíld, að léttast, minnka eða hætta að reykja, hugleiðsla og breytt hugarfar. Einnig var nefnt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár