Jónas er alinn upp í borgfirskri sveit og byrjaði sem smápatti að hafa áhuga á matargerð. Hann er lærður kokkur og hefur unnið á veitingastöðum víða í Reykjavík, vann á og var yfirkokkur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði og nú síðast kokkur á frystitogara. Í dag býr hann í Borgarnesi þar sem hann og eiginkona hans (María) Júlía Jónsdóttir eiga og reka gjafa- og lífsstílsverslunina FOK.
„Ég er alinn upp hér uppi í sveit og byrjaði sem smápatti að hafa áhuga á matargerð. Mamma náttúrlega eldar og föðurafi minn, Guðmundur Þórðarson, var kokkur eða yfirbryti á Gullfossi í gamla daga. Sá staður var sá flottasti á þeim tíma og ég hef heyrt fólk, sem ferðaðist með Gullfossi, segja frá því að kalda borðið þar hafi verið engu líkt. Eldamennskan er því má segja í genunum og ég hef veitt mér til matar síðan ég var unglingur og lengi haft mikinn …
Athugasemdir