Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eliza Reid ráðlagði forsvarskonum Lífs án ofbeldis

Kon­ur í fé­lags­skapn­um kynntu for­setafrúnni starf­semi fé­lags­ins og sögðu reynslu­sög­ur af of­beldi inn­an fjöl­skyldna. Þá lýstu þær hvernig þær telja að hið op­in­bera hafi brugð­ist þeim.

Eliza Reid ráðlagði forsvarskonum Lífs án ofbeldis
Ræddu við forsetafrúnna Talskonur Lífs án ofbeldis áttu gagnlegan fund með Elizu Reid

Konur úr félagsskapnum Líf án ofbeldis funduðu með Elizu Reid forsetafrú í dag og kynntu henni starfsemi félagsins. Á fundinum voru sagðar reynslusögur af ofbeldi innan fjölskyldna, sögur kvenna og sögur af því hvernig hið opinbera kerfi hefur brugðist í þeim málum.

Líf án ofbeldis er hreyfing sem stofnuð var í september á þessu ári. Að félagsskapnum standa mæður sem hafa þurft að verja börnin sín gegn ofbeldi feðra og konur sem voru sem börn þvingaðar í umgengi við ofbeldisfulla feður sína, ásamt aðstandendum þeirra. Félagsskapurinn berst fyrir því að fundnar verði nýjar leiðir í umgengnis- og forsjármálum þar sem hagsmunir barna eru tryggðir, þegar fyrir liggur að foreldri hefur beitt börn ofbeldi.

Á fundinum með Elizu greindu talskonur félagsins frá þeirri skoðun sinni hvernig kerfisbundið væri litið framhjá gögnum um ofbeldi gegn konum og börnum þegar úrskurðað væri í umgengnismálum. Þá lýstu þær einnig upplifun sinni af því að mæður séu sakaðar um andlegt ofbeldi gegn börnum þeirra þegar þær hafa greint frá áhyggjum af ofbeldi í þeirra garð.

Þá sögðu uppkomin börn, sem beitt höfðu verið ofbeldi, frá því hver áhrif slíks eru á líðan þolenda og fjölskyldna þeirra. Þá var rætt um glufur í kerfinu sem að ofbeldismenn noti til að viðhalda ofbeldi eftir skilnað. Fundurinn gekk að sögn kvennanna vel, tók Eliza frásögnum þeirra vel og gaf þeim góð ráð í framhaldinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár