Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vill að efnahags- og viðskiptanefnd komi saman og fjalli um skattaskjólsskýrsluna

„Á hinu stutta des­em­ber­þingi var kos­in efna­hags- og við­skipta­nefnd þannig að hún ætti hæg­lega að geta kom­ið sam­an í næstu viku,“ skrif­ar Katrín Jak­obs­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna.

Vill að efnahags- og viðskiptanefnd komi saman og fjalli um skattaskjólsskýrsluna

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis komi saman í næstu viku og fjalli um skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. 

„Var að óska eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í komandi viku til að fá kynningu og umræðu um skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í skattaskjólum. Spurningar hafa vaknað af hverju skýrslan var ekki birt fyrr en samkvæmt fréttum var henni skilað í október. Margt þarf að skoða í framhaldinu,“ skrifar hún á Facebook. 

Eins og Stundin fjallaði um í fyrradag hefur skýrslan legið fyrir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá því í byrjun október, um mánuði áður en gengið var til þingkosninga, en hún var ekki birt fyrr en í dag eftir að fjölmiðlar og þingmenn höfðu óskað eftir aðgangi að henni á grundvelli upplýsingalaga. 

Samkvæmt niðurstöðum starfshópsins má áætla að í lok ársins 2015 hafi uppsafnað umfang eigna og umsvifa Íslendinga á aflandssvæðum frá árinu 1990 legið á bilinu 350-810 milljörðum króna. Þá telur starfshópurinn að mögulegt tekjutap hins opinbera vegna vantalinna eigna geti numið allt frá 2,8-6,5 milljörðum árlega miðað við gildandi tekjuskattslög.

Katrín segir að skoða þurfi hvort frekari lagabreytinga sé þörf til að sporna gegn skattsvikum og notkun skattaskjóla. „Skoða þarf hvort nægilega vel er búið að framkvæmd skattaeftirlits og skattrannsókna. Og skoða þarf hvaða áhrif afnám hafta mun hafa á þessa hluti í framtíðinni og hvort fjármunir úr skattaskjólum hafa verið að skila sér inn í landið að undanförnu í gegnum fjárfestingaleið Seðlabankans. Á hinu stutta desemberþingi var kosin efnahags- og viðskiptanefnd þannig að hún ætti hæglega að geta komið saman í næstu viku,“ skrifar Katrín.

Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata hafa gagnrýnt harðlega að skýrsla starfshópsins hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir kosningar. Eins og Panama-skjölin vörpuðu ljósi á átti fjármálaráðherra sjálfur hlut í aflandsfélagi og jafnframt Benedikt Sveinsson, faðir hans. Báðir eru frændur og fyrrverandi viðskiptafélagar Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar sem útlit er fyrir að verði næsti fjármálaráðherra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu