„Í dag steig ég mín fyrstu skref á Khumbu ísfjallinu. Ógnvekjandi og stórkostlegt í senn," skrifar afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir sem stefnir ótrauð á topp Mount Everest, rúmlega 8800 metra.
Vilborg sgir í samtali við Stundina að hún stefni á að toppa á bilinu 13. til 25. maí.
Vilborg þurfti að snúa frá í fyrra eftir að snjóflóð varð 16 manns að bana á þessum slóðum. Slétt ár er síðan á morgun. Atburðurinn varð til þess að hætt var við allar ferðir á þetta hæsta fjall heims. Vilborg, sem stefnir að því að toppa hæstu fjöll heims, varð fyrir áfalli við slysið eins og allir sem voru í grennd. Hún var óviss um það hvort hún myndi reyna aftur. Það varð samt úr og hún er í hæðaraðlögun.
Mount Everest er eitt hættulegasta fjall heims. Dauðaslys eru algeng þar og má segja að dauðinn sé við hvert fótmál. Alvarlegasta slysið varð þó á síðasta ári þegar sherparnir 16 fórust. Efst í fjallinu á gönguleiðum er fjöldi líka frá undanförnum áratugum.
Athugasemdir