Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vilborg mætt á Ísfjallið hættulega

Stefn­ir ótrauð á topp Ev­erest þar sem dauð­inn er við hvert fót­mál. Ár frá slys­inu á morg­un.

Vilborg mætt á Ísfjallið hættulega
Afrekskonan Vilborg Arna stefnir ótrauð á topp Everest.

„Í dag steig ég mín fyrstu skref á Khumbu ísfjallinu. Ógnvekjandi og stórkostlegt í senn," skrifar afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir sem stefnir ótrauð á topp Mount Everest, rúmlega 8800 metra. 

Vilborg sgir í samtali við Stundina að hún stefni á að toppa á bilinu 13. til 25. maí. 

Vilborg þurfti að snúa frá í fyrra eftir að snjóflóð varð 16 manns að bana á þessum slóðum. Slétt ár er síðan á morgun. Atburðurinn varð til þess að hætt var við allar ferðir á þetta hæsta fjall heims. Vilborg, sem stefnir að því að toppa hæstu fjöll heims, varð fyrir áfalli við slysið eins og allir sem voru í grennd. Hún var óviss um það hvort hún myndi reyna aftur. Það varð samt úr og hún er í hæðaraðlögun. 

Mount Everest er eitt hættulegasta fjall heims. Dauðaslys eru algeng þar og má segja að dauðinn sé við hvert fótmál. Alvarlegasta slysið varð þó á síðasta ári þegar sherparnir 16 fórust. Efst í fjallinu á gönguleiðum er fjöldi líka frá undanförnum áratugum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár