Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Vilborg mætt á Ísfjallið hættulega

Stefn­ir ótrauð á topp Ev­erest þar sem dauð­inn er við hvert fót­mál. Ár frá slys­inu á morg­un.

Vilborg mætt á Ísfjallið hættulega
Afrekskonan Vilborg Arna stefnir ótrauð á topp Everest.

„Í dag steig ég mín fyrstu skref á Khumbu ísfjallinu. Ógnvekjandi og stórkostlegt í senn," skrifar afrekskonan Vilborg Arna Gissurardóttir sem stefnir ótrauð á topp Mount Everest, rúmlega 8800 metra. 

Vilborg sgir í samtali við Stundina að hún stefni á að toppa á bilinu 13. til 25. maí. 

Vilborg þurfti að snúa frá í fyrra eftir að snjóflóð varð 16 manns að bana á þessum slóðum. Slétt ár er síðan á morgun. Atburðurinn varð til þess að hætt var við allar ferðir á þetta hæsta fjall heims. Vilborg, sem stefnir að því að toppa hæstu fjöll heims, varð fyrir áfalli við slysið eins og allir sem voru í grennd. Hún var óviss um það hvort hún myndi reyna aftur. Það varð samt úr og hún er í hæðaraðlögun. 

Mount Everest er eitt hættulegasta fjall heims. Dauðaslys eru algeng þar og má segja að dauðinn sé við hvert fótmál. Alvarlegasta slysið varð þó á síðasta ári þegar sherparnir 16 fórust. Efst í fjallinu á gönguleiðum er fjöldi líka frá undanförnum áratugum.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár