Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vigdís Hauksdóttir sakar Kastljós um lögbrot og vegur að fréttamanni

Þing­mað­ur­inn Vig­dís Hauks­dótt­ir sak­ar frétta­menn um að búa til frétt­ir og sam­særi „í stað þess að segja stöð­una eins og hún er.“

Vigdís Hauksdóttir sakar Kastljós um lögbrot og vegur að fréttamanni
Vigdís Hauksdóttir Vill að Kastljós einbeiti sér að Vigdísarskýrslunni en ekki gömlum draugum. Mynd: Pressphotos

Alþingismaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, lét þung orð falla í garð Kastljóssins og fréttamanna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun hjá Heimi Karlssyni og Gunnlaugi Helgasyni.

Tilefni viðtalsins var stöðuuppfærsla hennar á Facebook þar sem hún sakaði Kastljós um lögbrot með birtingu á efni í þættinum sem snéru að tugmilljarða króna lánveitingu Seðlabankans til Kaupþings dagana fyrir bankahrunið.

Í þættinum var meðal annars fjallað um símtal á milli Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra hjá Seðlabanka Íslands, og eiginkonu hans í aðdraganda neyðarlaganna. Eiginkona hans var þá lögmaður samtaka fjármálafyrirtækja. 

Vigdís sagðist meðal annars ekki skilja „þessa fréttamennsku í dag“ en hún sakaði fréttamenn um að búa til fréttir og búa til samsæri í stað þess „að segja stöðuna eins og hún er.“

Þá sagði hún Kastljósið hafa afhjúpað sig, sérstaklega í vetur, sem handbendi fyrri ríkisstjórnar. Hún gekk enn lengra með ummælum um einn af þáttastjórnendum Kastljóssins, Helga Seljan, en Vigdís sagði hann „hálfgerðan upplýsingafulltrúa fyrri ríkisstjórnar“ og handbendi Steingríms J. Sigfússonar. Þá gaf hún einnig í skyn að Helgi hafi sérstaklega verið fengin til þess að ræða við Steingrím J. um „Vigdísarskýrsluna“ svokölluðu.

Ætlar ekki að rífast við Vigdísi

Helgi Seljan segist í samtali við Stundina ekki ætla að rífast við Vigdísi. Hann vildi þó benda henni á að leita sér lögfræðiráðgjafar þar sem birting umræddra gagna hefði ekki verið lögbrot. Þá sagði hann enn fremur að þeir sem hafi efast um réttmæti birtingu þessara gagna gætu litið til þess hvort aðrir fjölmiðlar hafi fjallað um málið eða ekki í kjölfarið.

„Það má alveg taka það fram að þarna koma fram nýjar upplýsingar og þetta er einfaldlega fréttaefni. Það hvort að einhverjum líki eða mislíki við það sem kemur fram í fréttinni er bara eðli frétta. Þannig er það bara.

Endurrit úr viðtalinu við Vigdísi:

„Ég vildi ekki vera í framboði núna og hafa Ríkissjónvarpið sem minn mesta keppinaut. Þeir eru bara að blanda sér með afgerandi hætti inn á pólitíska sviðið, eins og ég hef stundum verið að grínast með á Fésbókarsíðu minni að þeir séu stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn en þetta er bara komið út fyrir allan þjóðarbálk hjá þessu fólki sem að stjórnar Kastljósi.“

Í fyrsta lagið lögbrotið, hvernig þá?

„Já. Þið vitið það að samkvæmt öllum lögum á Íslandi að þá er það lögbrot að birta og hafa undir höndum illa fengnar upplýsingar og þessi úrskurður eða þessar vitnaleiðslur sem að þeir birtu í Kastljósi í fyrradag, það var greinilega komið beint frá sérstökum saksóknara. Það var þannig merkt plaggið og þetta voru vitnaleiðslur sem að raunverulega eiga að vera bara inni í embættinu þannig að ég vil meina að þeir hafi brotið lög með því að birta þetta og sýna þetta með þessum hætti.“

En að öðru leyti, af hverju ertu ósátt við Kastljós?

„Nei. Það sjá það allir. Ég held að Kastljós sé nú bara búið að afhjúpa sig núna allaveganna í vetur. Þeir eru framlenging fyrrverandi ríkisstjórnarflokka og þá sérstaklega Vinstr-grænna. Þeir eru nokkurs konar handbendi líka eins og hefur verið bent á að Helgi Seljan er til dæmis hálfgerður upplýsingafulltrúi fyrrverandi ríkisstjórnar og Steingríms J. Sigfússonar ...“

Bíddu, bíddu stoppum þarna. Hálfgerður upplýsingafulltrúi?

„Já það var verið að gantast með það í fyrradag að það væri með þeim hætti að hann væri hálfgerður fréttafulltrúi fyrrverandi ríkisstjórnar í þessum bankamálum og það sé skrítið að það sé verið að rifja upp í Kastljósinu löngu liðna atburði sem eru löngu rannsakaðir. Það var farið af stað með rannsóknarnefnd Alþingis sem kostaði skattgreiðendur yfir 500 milljónir á meðan að Kastjósið sinnir illa og lítið nákvæmlega því máli sem að þjóðin stendur frammi fyrir núna og þarf að skoða - það er einkavæðing bankanna, hin síðari.“

Það er að segja skýrslan þín?

„..sem ég hef verið að berjast fyrir. Það er ekki nokkur leið einhvern veginn að fá það á dagskrá en það er verið að rifja upp símtal Geirs Haarde og Davíðs Oddssonar og verið að slá þessu upp í hálfgerðan samsærisbúning þegar ekkert nýtt var í því sko. Það er það sem ég er nú að tala um.“

Það sem var nýtt í því það var brot úr þessu samtali þeirra sem mikið hefur verið rætt um og við erum nú að tala um það að bankinn lánaði 70 til 80 milljarða nánast, að því er fram hefur komið, vitandi það að hann fengi aldrei peningana tilbaka. Þannig, er eitthvað óeðlilegt þó að fjölmiðill taki það mál upp, fjalli um það og birti þær upplýsingar sem hann hefur?

„Já, mér finnst það óeðlilegt í því ljósi að það er löngu búið að rannsaka þetta mál og sérstakur saksóknari hafði þessar upplýsingar fyrirliggjandi 2012 og taldi ekki ástæðu til að fara lengra með það mál því það var búið að rannsaka það að aðilar tengdum þessum aðila sem talaði þarna við sína eiginkonu, það voru ekki neinir óeðlilegir fjármagnsflutningar í kringum það mál. Löngu rannsakað eins og ég var að segja áðan. Það kom fram í rannsóknarskýrslu Alþingis. En á meðan er ekkert fjallað um þá miklu fjármagsnflutninga sem Steingrímur J. Sigfússon og fyrri ríkisstjórn stóð fyrir þegar hún afhenti bankanna á silfurfati til kröfuhafa og gáfu þeim skotleyfi á íslensk fyrirtæki og fjölskyldur og í þessu tilefni bendi ég ekki bara á skýrsluna mína, Vigdísarskýrsluna svokölluðu, heldur bendi ég fólki á að fara inn á Símann, ef þau er með það í sínu sjónvarpi, því nú er verið að bjóða fólki upp á það að sjá myndina Ransaget inn í stofu fyrir 990 krónur ef þið eruð áskrifendur að Símanum og getið þá sótt hana og horft á myndina inni í stofu. Þar kemur allt þetta fram sem ég hef er búin að vera að benda á í gegnum árin.“

Þannig að þú ert að segja að Kastljósmenn eða þeir sem þar eru láti eigin pólitískar skoðanir ráða för frekar heldur en fagmennsku og fréttamennsku?

„Jaaa, kannski ekki eigin. Ég veit ekki hvort þetta sé skoðun þeirra þetta sé rétt. Þeir eru allavega að láta hafa áhrif á sig í þá veru að þeir eru að sýna bjagaðar fréttir, búa til atburðarrás. Vitiði  það, ég hef aldrei skilið þessa fréttamennsku í dag frá því ég tók sæti á Alþingi. Að fréttamenn séu að búa til fréttir og búa til samsæri í stað þess að segja stöðuna eins og hún er.“

Vigdís það er ekki verið að búa til fréttir þarna..

„Nei, mér finnst Kastljósið vera svolítið upptekið af því að hanna atburðarrás og búa til svona samsæri.“

...aftur að spurningunni. Þeir eru ekki að búa til neina atburðarrás. Þeir eru með upplýsingar og er ekki eðlilegt að fjölmiðill segir frá því? Þetta er nú ekkert smá mál.

„Jú, jú. En eigum við þá ekki að fara bara fram í tímann og reyna að koma með nýjar upplýsingar? Því þetta voru allt saman gamlar fréttir sem að þeir raunverulega voru að birta mínus það að þarna var einhver upplýsing um að starfsmaður Seðlabankans hafi talað við eiginkonu sína en eins og ég bendi aftur á að sérstakur saksóknari hafði þessar upplýsingar árið 2012 og aðhafðist ekki og taldi og mat það svo að það væri ekki refsivert brot. Gott og vel. Við skulum bara hanga í fortíðinni. En ég er að biðja um það og hef verið að biðja um það í nokkuð mörg ár að við tölum um nútímann og það sem er nálægt okkur í tímann og einkavæðingu bankanna seinni en það fæst bara ekki rætt. En gott og vel. Ef RÚV hefur þetta fréttamat þá verða þeir bara að hanga í því í tíð þarsíðustu ríkisstjórnar.“

Þú varst nú í viðtali í Kastljósi út af skýrslunni þinni...

„..já, já það var ég og...“

...þú fékkst að segja frá henni þar þannig að þú getur ekki sagt að það hafi ekki fengist rætt?

„Nei, nei. Ég fékk, ég fékk hérna eins og Már seðlabankastjóri sagði, eitt skot, til að kynna skýrsluna í Kastljósi. Svo var Steingrími J. gefinn kostur á koma líka og svara fyrir það undir handleiðslu Helga Seljan. En, en, en hérna ef fólk er að fara í kirkjugarðana og vekja þar upp drauga sem eru löngu afgreiddir eins og þetta mál sem Kastljós er að benda á, þá verður að passa upp á það að ef þeir eru í pólitískum slag að vekja ekki alla í líkhúsinu því það var nú bara þannig að þegar þetta mál kemur á dagskrá í fyrradag þá er það svo að það kemur í ljós að Seðlabankinn, undir stjórn Más Guðmundssonar, fer sömu leið eins og ríkisstjórnin á síðasta kjörtímabili, fer þá leið eins og þeir fóru með bankana að skilja alla áhættu eftir hjá ríkinu en ávinninginn hjá erlendum aðilum því Már Guðmundsson og Seðlabankinn fóru þá leið með tryggt veð, sem þeir áttu í FIH-bankanum, að þeir töpuðu öllu eða fengu örlítinn ávinning og síðan var bankinn gefinn eftir. Þannig að á síðasta kjörtímabili var þessu veði glutrað niður í tíð síðustu ríkisstjórnar og veðið skilið eftir hjá íslenskum skattgreiðendum og við töpuðum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár