Bylting er fram undan í mjólkurbúskap á Íslandi. Sterk vísbending er um að framleiðsla muni færist á æ færri hendur, líkt og gerst hefur í sjávarútvegi. Ólíkt sjávarútvegi sem hér á landi er stýrt með kvótakerfinu spá þó ýmsir því að greiðslumark til mjólkurframleiðslu verði fellt niður með næsta Búvörusamningi. Nýr samningur á að taka gildi á næsta ári en samkvæmt upplýsingum Stundarinnar eru hugmyndir uppi innan stjórnkerfisins um að flýta gildistöku nýs samnings. Málið er viðkvæmt og vilja fæstir tjá sig opinberlega undir nafni á þessu stigi. Stóra málið er að nokkrir samverkandi þættir kunna að leiða til þess að höft á mjólkurframleiðslu verði afnumin sem aftur mun ýta undir verksmiðjuvæðingu kúabúa. Drjúgur hluti mjólkurframleiðslu gæti færst á fáar hendur og er alls óljóst hvort sú þróun verður neytendum til góðs, að ekki sé talað um byggðaröskun og menningarleg áhrif.
Dominos gæti flutt inn ost
Kúabændum, sem Stundin hefur …
Athugasemdir