Við erum stödd í lítilli risíbúð í Þingholtunum. Viðmælandi minn er Heiðar Sumarliðason höfundur verksins. Tæplega tveggja ára gömul dóttir hans þrammar um gólfið á meðan við bíðum eftir að kaffið verði til. Þegar ég segi að einn af ókostunum við það að skrifa fyrir utan hversu lág launin eru, sé allt kaffið sem maður þurfi að kaupa, hlær Heiðar og bendir mér á að það sé frádráttarbært frá skatti.
„Mig langaði að skrifa um kúgun og þöggun. Ég vildi búa til sögusvið þar sem ekki mætti tala um ákveðinn atburð og fólk alltaf að reyna að tala um eitthvað annað. Það eru ýmsir ljótir atburðir í verkinu sem þú sérð aldrei á sviðinu. Verkið snýst um að fela það sem gerðist og passa að enginn komist að því.“
„Erum við ekki flest á flótta?“ gríp ég inn.
„Jú. Ég myndi segja að þegar við flest upplifum eitthvað sem fær okkur til að efast um hvort við séum góðar manneskjur þá kjósum við að gleyma því. Við
Athugasemdir