Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vararíkissaksóknari: „Væntanlega eru þessir menn múslímar“

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari læt­ur presta þjóð­kirkj­unn­ar heyra það á Face­book vegna fram­taks Laug­ar­nes­kirkju til stuðn­ings tveim­ur hæl­is­leit­end­um frá Ír­ak.

Vararíkissaksóknari: „Væntanlega eru þessir menn múslímar“

Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara er gróflega misboðið vegna þess stuðnings sem Laugarneskirkja sýndi tveimur írökskum hælisleitendum sem vísað var úr landi í síðustu viku. Hann telur réttast að Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, verði áminnt vegna málsins.

Embættismaðurinn tjáir sig frjálslega um framtak Laugarneskirkju á Facebook og spyr hvort þjóðkirkjan sé hætt að virða landslög og ákvarðanir stjórnvalda. Vísar hann til þess að í síðustu viku fengu hælisleitendurnir Ali Nasir og Majed að bíða eftir lögreglu uppi við altari Laugarneskirkju ásamt vinum sínum og prestum sem veittu þeim andlegan stuðning þar til þeir voru handteknir, dregnir út úr kirkjunni og sendir til Noregs. Stundin fjallaði ítarlega um málið og birti myndband af lögregluaðgerðinni.

„Er þjóðkirkjan hætt að virða landslög og ákvarðanir stjórnvalda ? Eiga tilfinningar presta að ráða meiru en landslög. Á hvaða leið erum við ? Þetta er galið,“ skrifaði Helgi Magnús í færslu á Facebook-síðu sinni, sem opin er vinum hans, í síðustu viku. Þá bætti hann við: „Væntanlega eru þessir menn múslímar sem mundu ekki, að öllu jöfnu, láta sjá sig í kristinni kirkju nema í tilvikum sem þessum þar sem það þjónar hagsmunum þeirra.“ Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tóku Ali og Majed kristna trú skömmu áður en þeim var vísað úr landi.

Helgi fullyrðir að með framgöngu sinni hafi kirkjan ekki virt „löglegar ákvarðanir stjórnvalda byggðar á lögum“ og skrifar: „Þessir prestar telja sig vita betur og eiga að sýna mótstöðu gegn þessari ákvörðun. Þetta eru opinberir embættismenn sem ættu að mínu viti að fá áminningu í starfi fyrir þetta frumhlaup. Ég geri ekki athugasemd við að fólk lýsi skoðunum sínum eða mæti með potta og pönnur niður í innanríkisráðuneyti en að koma fram í starfi með þessum hætti í nafni þjóðkirkjunnar er galið að mínu viti.“

Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Hér er hann í fylgd ríkissaksóknara.

Á föstudaginn brást Helgi Magnús svo við frétt RÚV þar sem rætt var við Huga Hjaltason, prófessor í kirkjusögu, um kirkjugrið. „Hvaða dómsdags bull er þetta. Eigum við von á að kirkjan fari að boða annan ófögnuð sem fylgi henni á miðöldum eins og galdrabrennur og drekkingar kvenna sem eiga börn utan hjónabands? Ef þetta á að verða útbreitt framkvæmd hjá þjóðkirkjunni með stuðningi biskups eins og í þessu tilfelli þá mega þeir vita að þeir gera það ekki í mínu nafni því ég geng úr þjóðkirkjunni.:-(“

Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, útskýrði nýlega í samtali við Stundina hver tilgangur framtaksins hefði verið. „Með því að hittast á þessari stundu í kirkjunni vorum við á táknrænan og raunverulegan hátt að sýna stuðning aðstæðum fólks á flótta - og líka að tjá von um að fornar venjur um kirkjugrið geti reynst tæki til að knýja yfirvöld um breytta stefnu í málefnum hælisleitenda, hætta færibandabrottvísunum fólks sem leitar eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi og í staðinn taka ábyrga, efnislega afstöðu í einstökum málum,“ sagði hún og bætti því við að hún teldi brottvísun fólks sem leitar eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi vera ranga, vonda, ábyrgðarlausa og í engu samræmi við þau gildi sem byggja ætti samfélagið á.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sakað Kristínu og Toshiki Toma á Facebook um að hafa, með því að hýsa hælisleitendurna, reynt að koma í veg fyrir að lögregla gæti framfylgt lögum í landinu. Samkvæmt almennum hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi að tálma því að handhafi lögregluvalds gegni skyldustörfum sínum. Á meðal þeirra sem „læka“ færslu Brynjars á Facebook eru Helgi Magnús Gunnarsson og Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, furðaði sig á ásökunum Brynjars Níelssonar þegar Stundin ræddi við hana fyrr í dag. Hún sagði sig og Toshiki Toma hafa haldið dyrum kirkjunnar opnum fyrir tveimur hælisleitendum, staðið við hlið þeirra og sýnt þeim stuðning þegar lögreglan kom að sækja þá. Hún skildi ekki í hverju hindrunin á störfum lögreglu gæti mögulega verið fólgin og vísaði ásökunum þingmannsins til föðurhúsanna.

Facebook-hegðun Helga Magnúsar Gunnarssonar hefur áður vakið athygli og orðið tilefni fjölmiðlaumfjöllunar. Í lekamálinu svokallaða hélt verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í málinu, því fram að hlutlægnisskylda ákæruvaldsins hefði ekki verið virt við meðferð þess, meðal annars í ljósi þess að Helgi Magnús hefði „lækað“ færslu blaðamanns þar sem gert var gys að bloggaranum Páli Vilhjálmssyni og skrifum hans um lekamálið. Dómarinn hafnaði þeirri röksemd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Allt af létta

Yaz­an mjög verkj­að­ur eft­ir ör­fá­ar vik­ur án heil­brigð­is­þjón­ustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“
Kostnaðurinn jókst verulega á sama tíma og miklu færri sóttu um
FréttirFlóttamenn

Kostn­að­ur­inn jókst veru­lega á sama tíma og miklu færri sóttu um

Kostn­að­ur við þjón­ustu við um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd jókst um rúm 50 pró­sent á fyrstu sex mán­að­um þessa árs sam­an­bor­ið við fyrri helm­ing síð­asta árs. Samt fækk­aði um­sókn­um um hæli hér á landi um 50 pró­sent milli tíma­bila. Kostn­að­ar­aukn­ing­una má rekja til tafa í máls­með­ferð hjá Út­lend­inga­stofn­un og kær­u­nefnd út­lend­inga­mála.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Fótboltamaðurinn sem ætlaði að verða pípari en endaði í neyðarskýlinu
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Fót­bolta­mað­ur­inn sem ætl­aði að verða píp­ari en end­aði í neyð­ar­skýl­inu

Hann út­skrif­að­ist úr ís­lensku­námi frá Tækni­skól­an­um, var byrj­að­ur að æfa fót­bolta með Þrótti og að læra píp­ar­ann þeg­ar fót­un­um var kippt und­an hon­um. Hús­næð­ið var tek­ið af hon­um, heil­brigð­is­þjón­ust­an og vasa­pen­ing­arn­ir líka. Nú gist­ir hann á sófa vin­ar síns eða í neyð­ar­skýli Rauða kross­ins. Fram­tíð þess hef­ur ekki ver­ið tryggð.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
5
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár