Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vafasamt leyndarmál að baki miklum hagnaði Borgunar

Pen­inga­slóð hins mikla gróða Borg­un­ar, sem hef­ur með­al ann­ars skap­að gríð­ar­leg­an hagn­að fyr­ir út­gerða­menn, Eng­ey­inga og hóp huldu­manna, ligg­ur að klámi, fjár­hættu­spil­um og vændi. Heild­ar­þjón­ustu­tekj­ur Borg­un­ar, líkt og Valitor, hafa vax­ið hratt á ör­skömm­um tíma en nær helm­ing­ur þessa tekna frá báð­um fyr­ir­tækj­um koma er­lend­is frá. Sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar eru þetta við­skipti sem önn­ur færslu­hirð­inga­fyr­ir­tæki vilja ekki koma ná­lægt.

Íslensku færsluhirðingarfyrirtækin Borgun og Valitor eru að sækja stíft á erlenda markaði og endurspeglast það í heildarþjónustutekjum fyrirtækjanna. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjunum sjálfum kemur nær helmingur allra heildarþjónustutekna fyrirtækjanna erlendis frá. En hvaðan koma allar þessar tekjur og hvernig geta íslensk færsluhirðingarfyrirtæki hagnast svona mikið á svona skömmum tíma erlendis?

Stundin hefur á undanförnum vikum reynt rýna í þessar gríðarlegu tekjur fyrirtækjanna en það hefur leitt blaðamann á slóð vændis og fjárhættuspila á netinu. Viðskipti á netinu hafa stóraukist á undanförnum árum og enn er ekki séð fyrir endann á þeim gífurlega vexti. Einn þeirra sem Stundin ræddi við hefur oft verið titlaður hönnuður erlendra viðskipta íslensku kortafyrirtækjanna en hann, ásamt öðrum, voru fyrstir í því að koma á fót alþjóðaviðskiptum, þá sérstaklega þau er varða netviðskipti, hér á landi.

Stærsti einstaki eigandi beggja kortafyrirtækjanna er íslenska ríkið í gegnum Bankasýslu ríkisins. Þannig sér Bankasýsla ríkisins um 13% hlut í Arionbanka sem síðan á 99% af hlutafé í Valitor. Sama bankasýsla fer með 100% hlut í Íslandsbanka sem síðan á 63,47% af Borgun. Aðrir eigendur Borgunar eru útgerðarmenn, hópur manna sem oft gengur undir nafninu „Engeyingarnir“, tengist sá hópur fjármálaráðherra sterkum böndum, og huldumenn sem enginn veit  hver er. Um er að ræða eignarhlut upp á 31,2% sem eignarhaldsfélagið Borgun festi kaup á nýverið.

Allt byrjaði með bláu myndunum

Árið 2001 fer kortafyrirtækið Valitor, sem þá hét Greiðslumiðlun, að vinna í því að koma á laggirnar alþjóðaviðskiptum sem áttu að skila íslenska fyrirtækinu töluverðum tekjum. Tveir viðskiptamenn fóru fremstir í flokki þeirra sem vildu kynna sér slík viðskipti og koma þannig Íslandi á kortið í netviðskiptum sem þá voru ný af nálinni. Internetbólan hafði nýverið sprungið, Google ekki til og ebay var komið á skrið.

Einn þessara manna hafði starfað hjá Greiðslumiðlun frá árinu 1993 og endaði sem framkvæmdastjóri alþjóðalausna fyrirtækisins. Sá heitir Andri Valur Hrólfsson en í tilkynningu frá Greiðslumiðlun árið 2007 kom fram að alþjóðalausnir væru vaxandi þáttur í starfseminni og deildinni væri gert að þjóna söluaðilum erlendis. Í samtali við Stundina sagði Andri Valur að kortafyrirtækið hefði sett sér stífar reglur sem alla tíð hefðu verið í hávegum hafðar, að minnsta kosti til ársins 2011 þegar hann lét af störfum.

„Lyf komu aldrei nálægt þessu á þessum tíma. Fjárhættuspil á netinu voru ekkert ólögleg en það var ákveðinn MCC-kóði (sjá útskýringu) á þeim sem kom aldrei inn á borð til okkar þannig að það var aldrei nokkur aðili í viðskiptum hjá okkur sem var með fjárhættuspil eða póker á meðan ég starfaði þarna,“ sagði Andri Valur spurður um hvers konar viðskipti hafi verið að ræða á upphafsárum útrásarinnar.

Leyfðu ekki „kynvillta karlmenn“

Hvað klámið varðar þá sagði Andri Valur það hafa verið blátt efni, sama bláa efni og hefur verið aðgengilegt á hótelum hér á landi. Í kláminu fylgdu menn þó stífum reglum sem farið var eftir í hvívetna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár