Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Útvarp Saga beitt þvingunarúrræðum

For­svars­menn Út­varps Sögu hafa ekki sinnt ákvörð­un Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar um að hætta út­send­ing­um á tíðn­inni 102,1. Boð­að var að þving­unar­úr­ræð­um yrði beitt eft­ir 20. des­em­ber.

Útvarp Saga beitt þvingunarúrræðum
Verða beitt þvingunarúrræðum Útvarp Saga verður beitt þvingunarúrræðum fyrir óleyfilega notkun á tíðninni 102,1. Mynd: Pressphotos

Útvarp Saga verður beitt þvingunarúrræðum af Póst- og fjarskiptastofnun á næstu dögum þar sem útvarpsstöðin sendir enn út á tíðninni FM 102,1, þvert á ákvörðun stofnunarinnar. Þetta staðfestir Sigurjón Ingvason, lögfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun, í samtali við Stundina. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri hjá Útvarpi Sögu, vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann Stundarinnar. 

Forsagan er sú að í október síðastliðnum synjaði Póst- og fjarskiptastofnun Útvarpi Sögu um úthlutun á aukatíðni á höfuðborgarsvæðinu og ákvað að útvarpsstöðin yrði að hætta útsendingum á tíðninni 102,1. Árið 2015 hafði stofnunin veitt Útvarpi Sögu tímabundið leyfi til að nota tíðnina í þeim tilgangi að prófa hvort hún hentaði betur til útvarpsdreifingar á höfuðborgarsvæðinu heldur en tíðnin 99,4, sem útvarpsstöðin hefur heimild til að nota. Í apríl á þessu ári sótti Útvarp Saga um að fá varanlega heimild til að nota báðar tíðnirnar en þeirri umsókn var hafnað. Í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnun segir meðal annars að vegna eftirspurnar eftir FM tíðnum á undanförnum árum sé ekki svigrúm til að úthluta fleiri en einni tíðni til hvers aðila á sama svæði og hefur stofnunin því hafnað öllum erindum þar að lútandi síðastliðin átján ár. 

Þegar ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar var ekki sinnt var forsvarsmönnum Útvarps Sögu tilkynnt að ef útsendingum á þessari tíðni yrði ekki hætt fyrir 20. desember yrði fyrirtækið beitt þvingunarúrræðum. Þessi úrræði geta verið dagsektir að allt að 500 þúsund krónum og þá hefur stofnunin einnig heimild til að stöðva útsendingar. Sigurjón segir í samtali við Stundina að ákvörðun um þvingunarúrræði verði tekin á allra næstu dögum, en vildi ekki tjá sig um hvaða úrræðum verður beitt á þessu stigi máls. 

Þess má geta að forsvarsmenn Útvarps Sögu hafa kært ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar til Úrskurðarnefndar póst- og fjarskiptamála. Þeir segja ákvörðunina mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið og að ljóst sé að fyrirtækið standi ekki jafnfætis í lagalegu tilliti borið saman við RÚV og 365-miðla. Kæran er enn til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni, sem hefur hins vegar úrskurðað að kæran fresti ekki réttaráhrifum ákvörðunar Póst- og fjarskiptastofnunar. Umræddri tíðni verður hins vegar ekki úthlutað til annars aðila á meðan málið er til meðferðar hjá nefndinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár