Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útilokun flóttamanna frá því að sækja um vernd í Evrópu staðfest með dómi

Með dómi Evr­ópu­dóm­stóls­ins hef­ur Schengen-ríkj­un­um ver­ið leyft að hafna vega­bréfs­árit­un­um fyr­ir flótta­menn. Leið flótta­manna til að sækja um vernd í Evr­ópu er þannig í reynd lok­að.

Útilokun flóttamanna frá því að sækja um vernd í Evrópu staðfest með dómi
Leiðin til verndar Flóttamenn verða að smygla sér til Evrópu til að geta yfirhöfuð sótt um vernd, ef þeim er synjað um vegabréfsáritanir á grundvelli þess að þeir séu flóttamenn. Mynd: Aljazeera

Evrópudómstóllinn hefur staðfest rétt Schengen-ríkja til að hafna vegabréfsumsóknum flóttamanna sem vilja sækja um hæli. Dómur þess efnis féll í dag, þriðjudag. Vilji fólk sem sætir ofsóknum eða stríði tryggja að hælisumsókn þeirra verði tekin til meðferðar í Evrópusambandinu þarf það að koma með ólöglegum bátsferðum, sem sambandið reynir jafnframt að stöðva.

Aðdragandi málsins er sá að kristin fjölskylda úr Aleppo fór til belgíska sendiráðsins í Líbanon í október síðastliðnum, en þá stóð orrustan um Aleppo sem hæst. Foreldrarnir, sem höfðu þrjú börn meðferðis, sögðu frá brottámi og pyntingum sem annað þeirra hafði sætt og útlistuðu versnandi ástand í Sýrlandi. Sér í lagi ættu þau á hættu frekari ofsóknir og ofbeldi sem meðlimir grísku rétttrúnaðarkirkjunnar.

Dvöl í Líbanon kom ekki til greina. Líbanon hýsir hátt á aðra milljón flóttamanna, en ríkisborgarar landsins telja um fjórar milljónir. Landið er ekki aðili að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna, og flóttamannastofnunin segir yfirvöld þar „gera aðstæður flóttamanna í landinu afar erfiðar.“ Stofnunin bætir við að „eina langtímalausnin“ fyrir flóttamenn þar sé flutningur þeirra til annarra landa.

Eftir að hafa lagt fram umsóknina sína í Beirút, höfuðborg Líbanon, fór fjölskyldan aftur heim til Sýrlands að bíða niðurstöðu belgískra yfirvalda. Sex dögum síðar, þann átjánda október, var úrskurðað að þar sem vegabréfsáritun væri ekki til afmarkaðs tíma, heldur meint sem leið til að sækja um hæli, væri Belgíu heimilt að hafna henni.

Niðurstaðan er í takt við evrópsk lög og stefnu evrópskra yfirvalda. Meginreglan sem flóttamenn standa frammi fyrir er að einungis er hægt að fá hæli með því að sækja um það innan Schengen-svæðisins. Um leið er opinber stefna Evrópusambandsins að leyfa flóttamönnum ekki að komast í svæðið. Þannig er unnið að því að útiloka aðgang flóttamanna að vernd í Evrópu.

Um milljón flóttamenn komu að ströndum Evrópusambandsins, aðallega á Ítalíu og Grikklandi, árið 2015, og brutu sér leið norður á bóginn, fyrst og fremst til Þýskalands. Upp frá því hefur stjórn Evrópusambandsins reynt að koma á fót aftur frumreglum móttöku flóttamanna í álfunni, en þær ganga út á að landið sem fyrst tekur við flóttamönnunum sjái um hælisumsóknir þeirra. Tilraunir til að dreifa þeirri byrði, sem hefur nær eingöngu lent á Grikklandi og Ítalíu, hafa mætt harðri andstöðu fjöldamargra Evrópusambandsríkja. Innanríkisráðherra Íslands, Sigríður Á. Andersen, lagðist gegn breytingum á fyrirkomulaginu á ráðherrafundi Evrópusambandsins í Möltu í janúar, en þar var rætt að auka samábyrgð Evrópulanda á móttöku flóttamanna.

Nokkur Evrópulönd leyfa flóttamönnum að sækja um hæli í sendiráðum sínum, en fjöldinn sem kemur þá leið er hverfandi.

Steve Peers, prófessor í evrópskri löggjöf við háskólann í Essex, segir dóm Evrópudómstólsins vondan. „Þessi dómur er mikil vonbrigði, séð frá manneskjulegu hliðinni, því hann eftirlætur marga flóttamenn smyglurum og hættunni á að drukkna í óöruggum bátum.“

Fólk sem starfar með flóttamönnum í Evrópu var vonsvikið. Daginn áður hafði ráðgjafi við dómstólinn birt leiðbeinandi álit þar sem ógilding ákvörðunar Belgíu var rökstudd. „Ég er á milli þess að vera of reiður og of sorgmæddur til að geta farið út í þetta,“ segir sjálfboðaliði í Hollandi, sem hefur starfað í flóttamannamálum til nokkurra ára og hefur aðstoðað fólk á stríðssvæðum við að fá þessa sort af vegabréfsáritunum til Frakklands.

Hælismálaráðherra Belgíu var hinsvegar á öðru máli. Hann tilkynnti á Twitter, þegar niðurstaða málsins var ljós, „Yesss! Sigur!“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár