Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Uppgangur ójafnaðar

Fá­tæk­ustu 30% ís­lensku þjóð­ar­inn­ar eiga minna en ekk­ert. Fjórð­ung­ur allra eigna er í hönd­um rík­ustu 10% þjóð­ar­inn­ar.

Uppgangur ójafnaðar
Átök í Ferguson Þjóðvarðlið Bandaríkjanna í Ferguson 2014. Mynd: Michael B. Thomas/AFP - Getty Images

Gagnrýni á ójöfnuð hefur náð flugi síðustu ár. Sú gagnrýni hefur þó ekki orðið til endurdreifingar auðs, heldur hefur misskipting aukist. Endurdreifing auðs með lögum hefur áður orðið af ótta við uppþot, en byltingar átt sér stað ef viðbrögðin hafa ekki verið nógu snörp. Aðstæður nú eru hins vegar aðrar en áður. Lögregla hefur verið hervædd og fátæklingar heimsins, sem ríkasta ástæðu hafa til uppreisnar, eiga í baráttu við efnahagsleg og hernaðarleg stórveldi. Þær aðferðir sem á árum áður knúðu fram velferðarkerfi á Vesturlöndum eru því mun langsóttari en áður.

Tilurð velferðarkerfa

Árin 1930-32, þegar kreppa reið yfir Ísland og atvinnuleysi jókst ört, skarst oft í brýnu í bæjarstjórn Reykjavíkur. Atvinnuleysingjar vildu bótavinnu en íhaldsmenn mæltu gegn henni. Eftir ítrekaðar árásir á fundi bæjarstjórnar og mótmæli gegn stefnu hennar gaf hún loks eftir, en þegar bótavinnumönnum fjölgaði stöðugt lögðu stjórnarmenn til að lækka kaupið. Atlaga atvinnuleysingja og aktívista, Gúttóslagurinn, stoppaði fundinn. Kaupið var ekki lækkað, en lögreglan var efld svo um munaði og fundirnir færðir á efstu hæð Eimskipshússins svo hægt væri að verja þá betur.

Sams konar átök áttu sér stað í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem kreppan var jafnvel harðari. Ein og hálf milljón manna fór í verkfall í Bandaríkjunum árið 1934 innan um stöðugar uppreisnir og átök við lögreglu, samkvæmt sagnfræðingnum Howard Zinn. Yfirvöld brugðust við með hinum svokölluðu „New Deal“-umbótum, sem að mati Zinn áttu „einkum að koma jafnvægi á hagkerfið, en í öðru lagi að gefa næga hjálp til neðri stéttanna til að koma í veg fyrir að þær breyttu uppreisnum í byltingu.“

Ótti við uppreisnir drifkraftur umbóta

Sums staðar höfðu yfirvöld þurft að grípa til slíkra aðgerða mun fyrr. Eftir Parísarkommúnuna, uppreisn í París árið 1871 sem skaut evrópskum yfirvöldum skelk í bringu, setti járnkanslarinn Otto von Bismarck á fót fyrsta nútíma velferðarkerfið „til að rústa jafnaðarmennsku og tæla verkamenn frá pólitískri róttækni,“ með orðum alfræðiritsins Britannica.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár