Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Uppgangur ójafnaðar

Fá­tæk­ustu 30% ís­lensku þjóð­ar­inn­ar eiga minna en ekk­ert. Fjórð­ung­ur allra eigna er í hönd­um rík­ustu 10% þjóð­ar­inn­ar.

Uppgangur ójafnaðar
Átök í Ferguson Þjóðvarðlið Bandaríkjanna í Ferguson 2014. Mynd: Michael B. Thomas/AFP - Getty Images

Gagnrýni á ójöfnuð hefur náð flugi síðustu ár. Sú gagnrýni hefur þó ekki orðið til endurdreifingar auðs, heldur hefur misskipting aukist. Endurdreifing auðs með lögum hefur áður orðið af ótta við uppþot, en byltingar átt sér stað ef viðbrögðin hafa ekki verið nógu snörp. Aðstæður nú eru hins vegar aðrar en áður. Lögregla hefur verið hervædd og fátæklingar heimsins, sem ríkasta ástæðu hafa til uppreisnar, eiga í baráttu við efnahagsleg og hernaðarleg stórveldi. Þær aðferðir sem á árum áður knúðu fram velferðarkerfi á Vesturlöndum eru því mun langsóttari en áður.

Tilurð velferðarkerfa

Árin 1930-32, þegar kreppa reið yfir Ísland og atvinnuleysi jókst ört, skarst oft í brýnu í bæjarstjórn Reykjavíkur. Atvinnuleysingjar vildu bótavinnu en íhaldsmenn mæltu gegn henni. Eftir ítrekaðar árásir á fundi bæjarstjórnar og mótmæli gegn stefnu hennar gaf hún loks eftir, en þegar bótavinnumönnum fjölgaði stöðugt lögðu stjórnarmenn til að lækka kaupið. Atlaga atvinnuleysingja og aktívista, Gúttóslagurinn, stoppaði fundinn. Kaupið var ekki lækkað, en lögreglan var efld svo um munaði og fundirnir færðir á efstu hæð Eimskipshússins svo hægt væri að verja þá betur.

Sams konar átök áttu sér stað í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem kreppan var jafnvel harðari. Ein og hálf milljón manna fór í verkfall í Bandaríkjunum árið 1934 innan um stöðugar uppreisnir og átök við lögreglu, samkvæmt sagnfræðingnum Howard Zinn. Yfirvöld brugðust við með hinum svokölluðu „New Deal“-umbótum, sem að mati Zinn áttu „einkum að koma jafnvægi á hagkerfið, en í öðru lagi að gefa næga hjálp til neðri stéttanna til að koma í veg fyrir að þær breyttu uppreisnum í byltingu.“

Ótti við uppreisnir drifkraftur umbóta

Sums staðar höfðu yfirvöld þurft að grípa til slíkra aðgerða mun fyrr. Eftir Parísarkommúnuna, uppreisn í París árið 1871 sem skaut evrópskum yfirvöldum skelk í bringu, setti járnkanslarinn Otto von Bismarck á fót fyrsta nútíma velferðarkerfið „til að rústa jafnaðarmennsku og tæla verkamenn frá pólitískri róttækni,“ með orðum alfræðiritsins Britannica.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár