Björgunarstarfið er liður í Tríton-aðgerð Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins. Aðgerðin er til stuðnings ítölsku strandgæslunni, en koma flóttamanna til Ítalíu hefur orðið æ algengari undanfarin ár.
„Á síðasta ári stóð Ítalía frammi fyrir fordæmalausum straumi farandfólks,“ segir Izabella Cooper, talsmaður Frontex, í samtali við Stundina. Hún segir Ítalíu hafa tekið við 170.000 þeirra í fyrra. „Þetta eru flóttamenn, fólk að sleppa undan stríði og ógnarstjórnum í leit að alþjóðlegri vernd.“
Athugasemdir