Hópur fólks hefur sagt upp störfum hjá Hjallastefnunni eftir að Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi Hjallastefnunnar, ákvað að stíga aftur inn í stjórn félagsins. Auk stjórnar Hjallastefnunnar og framkvæmdastjóra ákváðu fjármálastjóri, starfsmaður á rekstrarsviði, verkefnastjórar á grunnskóla- og leikskólasviði og nokkrir starfsmenn í skólum að segja upp þegar ákvörðun Margrétar Pálu lá fyrir. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, segir að stjórnin hafi ákveðið að stíga til hliðar vegna áherslumuns við aðaleiganda og að hún hafi ákveðið að fylgja stjórninni.
Að undanförnu hefur verið farið í töluverða hagræðingu á rekstrinum, en félagið tapaði 187 milljónum króna á síðasta skólaári samanborið við 42 milljóna króna hagnað árið þar áður. „Rekstrarárið hjá Hjallastefnunni er eins og skólaárið,“ segir Ingibjörg Ösp í samtali við Stundina. „Þegar ég tók
Athugasemdir