Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Trúfélagið Zuism lofar endurgreiðslu ríkisstyrkja

„Höf­uð­markmið Zú­ista er að hið op­in­bera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um for­rétt­indi eða fjár­styrki,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar stjórn­ar Zu­isma. Stund­in fjall­aði fyrr á þessu ári um trú­fé­lag­ið í tengsl­um við að fyrr­um for­stöðu­mað­ur Ólaf­ur Helgi Þor­gríms­son hef­ur ver­ið til rann­sókn­ar hjá sér­stök­um sak­sókn­ara.

Trúfélagið Zuism lofar endurgreiðslu ríkisstyrkja
Guðir súmera Hér má sjá minjar frá Súmer sem sýna guði siðmenningunnar.

Ný stjórn hefur tekið við hjá trúfélaginu Zuism á Íslandi sem Stundin hefur áður fjallað um. Í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í dag kemur fram að félagið muni endurgreiða alla ríkisstyrki til félagsmanna. Ísak Andri Ólafsson er forstöðumaður nýrrar stjórnar. Söfnuðurinn fékk formlega skráningu árið 2013 eftir að honum hafði verið hafnað árið áður. Skráðir meðlimir voru þrír fyrr á þessu ár og stóð til að það yrði brotfellt.

​„Trúfélagið Zuism er vettvangur fyrir fólk til að iðka trú sem byggir á trúarbrögðum hinnar fornu þjóðar Súmera.

Zúistar styðja fullt og óskorað frelsi til trúariðkunar og trúleysis. Höfuðmarkmið Zúista er að hið opinbera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og lífsskoðunarfélögum forréttindi eða fjárstyrki umfram önnur félög og að núverandi gagnagrunnur yfir trúfélagaaðild landsmanna verði lagður af.

Trúfélagið Zuism er ólíkt öðrum trúfélögum að því leyti að það endurgreiðir meðlimum sínum árlegan styrk, sem það fær frá ríkinu í nafni félaga sinna, að frádregnum umsýslukostnaði. Lögmaður og endurskoðandi trúfélagsins munu einir sjá um fjármál félagsins. Stjórn þess og aðrir félagar munu aldrei hafa aðgang að fjármunum Zúista.​

Félagið verður lagt niður um leið og markmiðum þess hefur verið náð,“ segir í yfirlýsingunni.

Samkvæmt vefsíðu trúfélagsins munu félagsmenn fá ríkisstyrkinn, um 10 þúsund krónur á ári, endurgreiddan.

Fyrrum forstöðumaður í rannsókn

Stundin fjallaði fyrr á þessu ári um trúfélagið í tengslum við að fyrrum forstöðumaður Ólafur Helgi Þorgrímsson hefur verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ólafur er framkvæmdastjóri Luxury Adventures og var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism.  

Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst málið um peningaþvott í gegnum félagið Luxury Adventures.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að rannsókn á Ólafi Helga hafi staðið um nokkurt skeið. Sérstakur saksóknari segist annars lítið geta sagt um málið meðan það er enn í rannsókn. Hann segir þó að rannsóknin sé mjög langt komin, raunar nærri lokið. Ólafur Þór segir að málið hafi komið upp árið 2013. Vænta má þess að málið fari í ákærumeðferð á næstu vikum.

Verur með yfirnáttúrulega krafta

Nálgast má kennisetningar Zuism hér. Samkvæmt þeim eru reglulegar samkomur þar sem sungnir eru sálmar frá forn-súmeríu til heiðurs guða. „Farið er með bænir til sköpunarguðanna og einnig fer hver með bænir til sinna persónulegu undir-guða,“ segir í kennisetningarkafla trúfélagsins.

Zúistar trúa samkvæmt sama kafla á lifandi verur með yfirnáttúrulega krafta: „Við trúum að alheiminum sé stjórnað af hópi lifandi vera, sem hafa mannlega mynd en eru ódauðlegar og búa þær yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þessar verur eru ósýnilegar augum manna og leiðbeina og stjórna alheiminum í samræmi við vel lagðar áætlanir og lögmál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
4
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár