Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Trúfélagið Zuism lofar endurgreiðslu ríkisstyrkja

„Höf­uð­markmið Zú­ista er að hið op­in­bera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­lög­um for­rétt­indi eða fjár­styrki,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu nýrr­ar stjórn­ar Zu­isma. Stund­in fjall­aði fyrr á þessu ári um trú­fé­lag­ið í tengsl­um við að fyrr­um for­stöðu­mað­ur Ólaf­ur Helgi Þor­gríms­son hef­ur ver­ið til rann­sókn­ar hjá sér­stök­um sak­sókn­ara.

Trúfélagið Zuism lofar endurgreiðslu ríkisstyrkja
Guðir súmera Hér má sjá minjar frá Súmer sem sýna guði siðmenningunnar.

Ný stjórn hefur tekið við hjá trúfélaginu Zuism á Íslandi sem Stundin hefur áður fjallað um. Í yfirlýsingu sem stjórnin sendi frá sér í dag kemur fram að félagið muni endurgreiða alla ríkisstyrki til félagsmanna. Ísak Andri Ólafsson er forstöðumaður nýrrar stjórnar. Söfnuðurinn fékk formlega skráningu árið 2013 eftir að honum hafði verið hafnað árið áður. Skráðir meðlimir voru þrír fyrr á þessu ár og stóð til að það yrði brotfellt.

​„Trúfélagið Zuism er vettvangur fyrir fólk til að iðka trú sem byggir á trúarbrögðum hinnar fornu þjóðar Súmera.

Zúistar styðja fullt og óskorað frelsi til trúariðkunar og trúleysis. Höfuðmarkmið Zúista er að hið opinbera felli úr gildi öll lög sem veita trú- og lífsskoðunarfélögum forréttindi eða fjárstyrki umfram önnur félög og að núverandi gagnagrunnur yfir trúfélagaaðild landsmanna verði lagður af.

Trúfélagið Zuism er ólíkt öðrum trúfélögum að því leyti að það endurgreiðir meðlimum sínum árlegan styrk, sem það fær frá ríkinu í nafni félaga sinna, að frádregnum umsýslukostnaði. Lögmaður og endurskoðandi trúfélagsins munu einir sjá um fjármál félagsins. Stjórn þess og aðrir félagar munu aldrei hafa aðgang að fjármunum Zúista.​

Félagið verður lagt niður um leið og markmiðum þess hefur verið náð,“ segir í yfirlýsingunni.

Samkvæmt vefsíðu trúfélagsins munu félagsmenn fá ríkisstyrkinn, um 10 þúsund krónur á ári, endurgreiddan.

Fyrrum forstöðumaður í rannsókn

Stundin fjallaði fyrr á þessu ári um trúfélagið í tengslum við að fyrrum forstöðumaður Ólafur Helgi Þorgrímsson hefur verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Ólafur er framkvæmdastjóri Luxury Adventures og var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism.  

Samkvæmt heimildum Stundarinnar snýst málið um peningaþvott í gegnum félagið Luxury Adventures.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, staðfestir að rannsókn á Ólafi Helga hafi staðið um nokkurt skeið. Sérstakur saksóknari segist annars lítið geta sagt um málið meðan það er enn í rannsókn. Hann segir þó að rannsóknin sé mjög langt komin, raunar nærri lokið. Ólafur Þór segir að málið hafi komið upp árið 2013. Vænta má þess að málið fari í ákærumeðferð á næstu vikum.

Verur með yfirnáttúrulega krafta

Nálgast má kennisetningar Zuism hér. Samkvæmt þeim eru reglulegar samkomur þar sem sungnir eru sálmar frá forn-súmeríu til heiðurs guða. „Farið er með bænir til sköpunarguðanna og einnig fer hver með bænir til sinna persónulegu undir-guða,“ segir í kennisetningarkafla trúfélagsins.

Zúistar trúa samkvæmt sama kafla á lifandi verur með yfirnáttúrulega krafta: „Við trúum að alheiminum sé stjórnað af hópi lifandi vera, sem hafa mannlega mynd en eru ódauðlegar og búa þær yfir yfirnáttúrulegum kröftum. Þessar verur eru ósýnilegar augum manna og leiðbeina og stjórna alheiminum í samræmi við vel lagðar áætlanir og lögmál.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár